Kosmísk flugeldasýning

Í tilefni stofnunnar upplýsingaveitunnar Veraldarinnar logar nú gífurlega stór flugeldasýning í um 23 milljón ljósára fjarlægð. Í stað pappírs, púðurs og elds þá er í þessari sýningu risasvarthol, höggbylgjur og heilmikið gas. En hvað er það sem framleiðir þessar höggbylgjur og þetta fallega sjónarspil?

Kosmísk Flugeldasýning
NGC-4258 – Smelltu fyrir fulla stærð.

Þessi stjörnuþoka heitir NGC 4258 og er svipuð Vetrarbrautinni okkar í laginu nema að hún hefur tvo auka arma sem glóa útfjólubláu-, sýnilegu- og útvarpsbylgju ljósi.  Nýleg rannsókn á þessum óeðlilegu örmum stjörnuþokunnar sýnir að höggbylgjur eru að hita upp gífurlegt magn af gasi, sem jafngildir 10 milljón sólum.

Gögn frá útvarpsbylgjum sýna að risasvarthol í miðju þokunnar framleiðir kraftmikil skot af háorkueindum sem valda þessum höggbylgjum. Höggbylgjurnar hita upp gas, aðallega vetnisgas, um þúsundir gráða sem þýtur þar af leiðandi úr þyrlinum sem þokan snýst vanalega í. Þessi massíva útrás af gasi hefur mikilvæg áhrif á örlög þessarar stjörnuþoku, og talið er að hún muni spúa út öllu eftirliggjandi gasi á næstu 300 milljón árum, sem er smástund á tímaskala alheimsins. Svartholið í miðju NGC 4258 er um tífalt stærra en risasvarthol Vetrarbrautarinnar, stjörnuþokunnar okkar, og gleypir því efni mun hraðar, sem hugsanlega eykur áhrif þess á gjestgafa sinn.

Myndin er samansett úr upplýsingum margra mismunandi sjónauka sem greina mismunandi bylgjur. Blái liturinn sýnir örbylgjur, fjólublár eru útvarpsbylgjur, blátt og gult er sýnilegt ljós, og rautt eru innrauðar bylgjur.

Heimild: Eitt

Lokað er á athugasemdir.