Kettir eru farnir að sýna tónlist meiri áhuga en Charles Snowdon, sálfræðiprófessor við háskólann í Wisconsin-Madison, hefur ásamt teymi sínu samið sérstaka tónlist með tilliti til skynjunar katta.

Kettir heyra hljóðbylgjur frá 45 Hz og upp í 64.000 Hz á meðan maðurinn heyrir frá 20 Hz til 20.000 Hz, því vildu þeir skapa lag með viðeigandi tónhæð fyrir ketti. Einnig vildu þeir hafa takt sem yrði aðlaðandi fyrir ketti þar sem og sömpluðu þeir takt úr purri og annan takt úr munnhljóði sem læður gera þegar þær hjúkra kettlingunum sínum.
Rannsókn á 47 köttum sýndi að þeim fannst kattatónlistin mun meira aðlaðandi en klassísk tónlist. Það sýndu þeir með að bregðast fyrr við tónlistinni á jákvæðan hátt eins og að purra, labba að hátalaranum og nudda sér við hann.
Hlustaðu á lögin hér, eða leyfðu kettinum þínum heldur að heyra:
Heimild: Eitt