Margur er knár, þó hann sé smár

Knár er ekki einu sinni nægilega gott orð fyrir þennan millimetra maur. Hann er meira eins og Marvel ofurhetja fyrir utan  það hvað hann er viðbjóðslega hægur. Hann er nefnilega eini fjölfrumungurinn, sem við þekkjum, sem getur lifað af í geimnum.

Ofurhetjan.
Ofurhetjan.

Hvað er merkilegt við það? Til að setja það í samhengi myndum við missa meðvitund eftir 15 sekúndur í geimnum. Þrýstingsmunur er svo mikill að lungu okkar myndu tæmast. Uppleyst gas í líkamanum myndi þenjast út og láta húðina okkar blásaast upp eins og blöðru. Hljóðhimnur og háræðar myndu springa og blóðið í okkur færi að sjóða. Geimgeislun sæi svo um að stúta öllu erfðaefni okkar á svipstundu.

Þessi ofurhetja kallast bjarnmaur (e. tardigrade) og hann hefur verið hér í meira en 500 milljón ár. Ekki aðeins þolir þessi þaulreyndi maur geimgeislun heldur getur hann lifað af hita upp að 150° C og niður að -272° C sem er nánast alkul (-273,15° C). Hann hefur fundist í 5546m hæð uppi í Himalayafjöllum, í hitakverum í Japan og á botni Suðurskautshafsins. Hann þolir þrýsting upp á 600 mPa sem er sexfalt meiri þrýstingur en finnst á jörðinni, en þrýstingur er um 100 mPa á botni Kyrrahafs í Mariana sökkbeltinu.

Ef það er ekki nóg þá getur hann líka lifað af þurrk, en dæmi er um að hann hafi verið endurvakinn upp úr skraufaþurrum 120 ára gömlum mosa. Það gerir hann með því að kurla sig upp í tunnu eins og sjá má hér.

??????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????

Hann er klárlega búinn að mastera sína tilvist í þessari veröld. Ætli hann sé á fleiri plánetum en Jörðinni?

Sjáðu myndband af bjarnmaur í smásjá (400x).

Heimild: Eitt

One comment

  1. […] Allra seigasta lífvera sem fundist hefur á Jörðinni er án efa Bjarnmaurinn (e. tardigrade). Hann lifir af hitastig frá -200 °C og upp í 151 °C. Hann þolir þurrk, geislun, og meiri þrýsting en finnst á Jörðinni, eða 600 MPa, sem er ótrúlegt! Ekkert virðist eiga roð í Bjarnmaurinn. Sjáðu grein Veraldarinnar um þessa ofurhetju. […]

Lokað er á athugasemdir.