Óöruggir sofa oftar hjá

Karlar sem sofa oft hjá eru óöruggari félagslega en þeir sem sofa síður hjá, samkvæmt nýrri rannsókn um atferli hræbjalla.Bjalla-hræbjalla

Karlhræbjöllur keppast um að finna aðgang að hlandvolgu hræi, eins og t.d. af mús, en það er fullkominn staður til að hýsa litlu tilvonandi afkomendur sína, og þar með útskýrist nafnið.

Þegar það tekst úða þeir lyktarhormónum á hræið til að laða kvenbjölluna en það laðar einnig fleiri karla að og þá er hrein og bein samkeppni um hræið. Stærri bjallan vinnur yfirleitt, einfalt. Þau pör sem finna hræ koma sér vel fyrir í því og nota það til að ala upp litlu hræbjöllurnar sínar, en hræbjöllur eru ólíkar öðrum skordýrum vegna þess að báðir foreldrar taka þátt í að ala upp afkvæmin sín.

Lægristéttar hræbjöllurnar, sem ekki hafa aðgang að hlýju hýbíli, bregða þá á önnur ráð til að auka líkurnar á að fjölga sér. Víkjandi konur verpa eggjunum sínum nálægt hræjum fyrir aukið öryggi og víkjandi menn reyna að fjölga sér með fleirum. Þá myndast óvissa um faðerni þegar konur hafa sofið hjá mörgum einstaklingum.

Dr Nick Royle, við háskólann í Exeter, segir það hrífandi að sjá slíka félagslega næmni hjá þeim en niðurstöður sýna að þeir sem sofa oftar hjá voru næmari fyrir stærðarmun á sér og keppinautum sínum heldur en þeir sem sváfu síður hjá. Þannig voru þeir mjög ráðandi og aggressívir þegar þeir voru stærri en lækkuðu róminn þegar þeir voru minni.

Heimild: Eitt

Þetta líkar mér