Sjálfsmorðsbakteríur

Vísindamenn í Singapúr rækta nú bakteríur sem þeir hafa hannað til að fremja sjálfsmorðsárás. Það hljómar eins og í Sci-Fi mynd sem fer úrskeiðis en þetta verður notað í læknisfræðilegum tilgangi.

Sjálfsmorðsbakteríur
Sjálfsmorðsbakteríur

Nazanin Saeidi og Choon Kit Wong hafa fundið leið til að drepa bakteríuna Pseudomonas aeruginosa, tækifærissýkil, sem herjar á veikt fólk. Þá hafa þeir breytt bakteríunni E.coli til að kannast við próteinið LasR sem P. aeruginosa notar í samskiptum sín á milli.

Þegar hún rekst á það kviknar á afritun tveggja gena: Fyrsta genið verður að Pyocini, eiturefni sem drepur P. aeruginosa með því að tæta frumuhimnu þeirra í sundur. Næsta genið verður að próteini sem sprengir E.coli frumuna upp en þá losnar úr læðingi mun meira Pyocin eiturefni fyrir nágrannana.

E.coli-suicide-bombers

Það fallega við þetta er að þarna eru P. aeruginosa teknar á eigin bragði en Pyocin eiturefnið er þeirra sköpun. Það nota þær á keppinauta sína þegar hart er í ári. Frumleg leið til að ná niður skæðum sýklum sem þegar hafa myndað varnir gegn flestum sýklalyfjum mannana en leiðin er þó ekki fullkomin enn.

Heimild: Eitt