Tapaði 15 milljónum á veðmáli um mislinga

Þjóðverjinn Stefan Lanka hefur fengið verðskuldaða athygli en hann er einn þeirra sem mælir gegn bólusetningum, og þar að auki er hann líffræðingur.

Tapaði 15 milljónum í veðmáli um mislinga
Mislingaveira Rubella – Smelltu fyrir fulla stærð.

Lanka tilkynnti á vefsíðu sinni að 100 þúsund evrur (um 15 milljón kr) væru í boði fyrir þann sem gæti sýnt fram á að mislingar væru alvöru vírus, en sjálfur vildi hann meina að einkenni mislinga væri geðsjúkdómur. Þýskur læknir, David Barden, var fyrstur til að bera fram nauðsynleg gögn til þess og dómstólar hafa dæmt Lanka til að greiða honum verðlaunin. Mislingar eru einhver mest smitandi veirusjúkdómur sem til er. Sjáðu meira um mislinga á vísindavefnum.

Nýlegt atvik mislinga í Þýskalandi hefur ýtt undir umræðu þar í landi og skiptist þjóðin í tvo hluta vegna hræðsluáróðurs og predikunar á röngum upplýsingum. Þessi hræðsla við bólusetningar hófst árið 1998 þegar Andrew Wakefield reyndi að sýna fram á samband einhverfu og bólusetningar við rauðum hundum. Hann missti síðar læknaleyfið sitt fyrir þetta, en rannsókn hans var byggð á gögnum 12 barna með einhverfu. Margar mun stærri rannsóknir hafa síðar sýnt að engin tengsl séu milli einhverfu og bólusetninga.

Sjáðu meira um bólusetningar frá landlækni.

Sjáðu árangur bólusetninga í Bandaríkjunum.

Heimildir: Eitt og Tvö