Víbrandi vefir

Köngulóavefir eru aðdáunarverð sköpun þessara smávöxnu áttfætlna. Nýlega hefur komið í ljós að köngulærnar spila á vefinn eins og strengjahljóðfæri.

Víbrandi vefir
Víbrandi vefir

Silkið sem vefurinn er úr er annað sterkasta lífefni sem fundist hefur á eftir tönnunum í þessu lindýri hér. Köngulær nota hann til að veiða en þær spila svo á vefinn eins og heljarinnar hörpu með því að skoppa á eða plokka í strengi. Þannig titra strengirnir mismunandi hljómum sem köngulóin nemur með öllum sínum átta fótum. Það færir henni upplýsingar um ástand vefsins, hvar og hvernig bráð festist í vefnum o.fl. – en slíkt kemur sér vel þegar sjónin er slæm.

Vísindamenn við háskólana í Oxford, Strathclyde, og Sheffield komust að þessu þegar þeir vildu rannsaka titring silkiþráðanna. Það gerðu þeir með því að skjóta á vefinn og mæla titringinn nákvæmlega með leiser. Þá kom í ljós að tónsvið vefsins er margfalt stærra en t.d. í gítarstreng – og færir því köngulónni upplýsingar á víðu tíðnisviði.

TED fyrirlestur um köngulóasilki:

Sjáðu eina spinna vef 2x HRATT:

Sjáðu strúktúr silkiþráðar:

köngulóasilki

Sjáðu kirtlana sem framleiða silkið:

köngulóasilkiskirtlar

Heimildir: Eitt og Tvö