Ljósmagnaðir sveppir sem minna á norðurljós!

Vissir þú að það eru til sjálflýsandi sveppir? Vísindamenn hafa lengi velt því fyrir sér ástæðu þessa fallega sjónarspils og nú hafa þeir fengið svar við því með nýrri rannsókn.

SONY DSC

Neonothopanus gardneri heitir þessi magnaði sveppur sem finnst í Brasilíu. Hann lýsir aðeins á næturna og þegar aðstæður eru góðar. Af hverju ætli hann geri það?

J. Dunlap og C. Stevani bjuggu til klístraða gervisveppi með LED ljósum og settu út í skóg. Klístrið yrði til þess að festa þá sem kæmu í heimsókn. Til samanburðar settu þeir líka klístraða sveppi án ljósa. Niðurstöðurnar voru að margfalt fleiri skordýr, bjöllur, flugur og maurar festust við upplýstu gervisveppina, en mörgum skordýrum þykir ljós afar aðlaðandi.

Hvernig hjálpar það sveppnum? Gestir og gangandi fá sinn skammt af gróum, kynfrumum sveppanna, til að dreifa um skóginn og vonandi koma af stað nýjum sveppa nýlendum.

Sjáðu hann glóa.

Heimild: Eitt