Finnar breyta skólakerfinu

Finnska menntakerfið er til fyrirmyndar en þau leggja mikla áherslu á hamingjusemi í kennslu og námi. Nú ætla þau að hætta að læra sér námsgreinar og einbeita sér að ákveðnum fyrirbærum og umræðuefnum.

bækur

Þetta þýðir að í staðinn fyrir að sitja klukkutíma í stærðfræðitíma og svo klukkutíma í efnafræðitíma eins og við þekkjum þá taka þau einn dag til að læra um t.d. Evrópusambandið og fara þar yfir tungumál, hagfræði, sögu og landafræði í því samhengi. Nemendur í starfsnámi læra einn daginn t.d. afgreiðsluþjónustu þar sem stærðfræði, tungumál og samskiptahæfileikar eru teknir fyrir.

Marjo Kyllonen, formaður menntamála í Helsinki, leiðir breytinguna en hann segir gömlu aðferðina úrelta enda hafi hún verið hönnuð fyrir fólk í upphafi 20. aldar.

Finnar hafa staðið sig afar vel í menntamálum en þeir beita sérstökum aðferðum sem öllum virðist líka vel við. Hvað gera þeir svona sérstakt?

  • Þeir leggja mikla áherslu á leik, ímyndunarafl, sjálfuppgötvun og uppbyggingu einstaklinga.
  • Krakkar hefja nám 7 ára. Engar einkunnir eru gefnar fyrr en í 4. bekk, en þangað til læra krakkar beinlínis að læra.
  • Krakkar fá 15 mínútur frítíma eftir hverjar 45 mínútur af kennslu. Krakkarnir fá oftar útrás og halda auðveldar athygli á meðan kennslu stendur, enda stutt í næsta frítíma.
  • Skólar eru hannaðir til að ýta undir samstarf nemenda en skólastofur koma út frá opnu rými þar sem kennarar og nemendur í mismunandi bekkjum og árgöngum geta unnið saman.
  • Engin stór próf. Finnar viðurkenna að sá tími og kvíði sem fer í stór próf er óhollur og mætti frekar fara í eigin vöxt og heilsu.
  • Aðeins þeir allra bestu nemendur komast í kennaranám þar sem þeir eru einnig metnir fyrir heiðarleika, ástríðu og kennsluaðferðir. Allir kennarar útskrifast með mastersgráðu.
  • Finnar vita að hamingjusamir kennarar eru skilvirkastir svo þeir fá mikinn tíma og kenna að meðaltali 4 klst á dag.

Heimildir: Eitt og Tvö

Þetta líkar mér