Háþróaðasta vélmenni manna hingað til, Forvitni (e. Curiosity), hefur nú fundið ummerki um nitur sameindir á yfirborði plánetunnar Mars og er það mögulega merki um að Mars hafi áður verið lífi þakin.

Nítröt (NO3-) eru virk lífefni og nauðsynleg byggingarefni próteina, þ.á.m. RNA og DNA sameinda, sem eru forsenda lífs eins og við þekkjum það. Þetta styrkir hugmyndina um að líf hafi áður blómstrað á Mars en þegar vitum við að fyrir fjórum milljörðum ára var meira vatn á Mars en er nú á Jörðinni.

Ekki er fullvitað hvort þessar nitursameindir hafi myndast í lífverum eða eftir árekstur plánetunnar við loftsteina. Næsta skref þeirra verður að komast að því.
[…] Veröldin, 9. Veröldin, 8. WhatCulture, Landlæknir, 7. Veröldin, 6. Veröldin, WhatCulture, 5. Veröldin, WhatCulture, 4. MedicalDaily, 3. Veröldin, 2. ScienceAlert, 1. I fucking love science, […]