Elon Musk segir það verða ólöglegt að keyra í framtíðinni

Elon Musk, forstjóri rafbílafyrirtækisins Tesla, telur að í framtíðinni muni mannfólki vera ólöglegt að keyra bíl, einfaldlega vegna þess að tölvur munu gera það miklu betur en við.

elon-musk-tesla
Hinn margumtalaði Elon Musk.

Hann segir að við munum líta á sjálfstýrða bíla sem sjálfsagðan hlut í náinni framtíð og að á endanum munu gömlu bílarnir vera bannaðir, því þeir verða hættulegir umferðinni. Hann ítrekar þó að hann vilji að möguleikinn sé fyrir hendi að keyra bílinn, sem margir eru eflaust glaðir að heyra. Þetta segir Elon Musk stuttu eftir að Tesla gaf út sjálfstýrða bílinn Model S.

Það er aðeins spurning um hvenær tölvur taka yfir bílana okkar og vegina líka en sænsk rannsókn benti til þess að það muni verða mun öruggara og einnig binda enda á þessar eilífu umferðarteppur.

Heimild: Eitt og Tvö

Þetta líkar mér