Lífrænn dróni til Mars

NASA vinnur nú að frumgerð dróna hæfann til að kanna plánetuna Mars. Laufléttur, ódýr og umhverfisvænn en hann verður gerður aðallega úr sveppum og plöntuefnum.

Rauða plánetan, Mars.
Rauða plánetan, Mars.

Afhverju að senda heilan dróna til Mars þegar þú getur ræktað hann á staðnum?

Vandamál sem teymi nemenda frá Háskólunum í Stanford, Brown, og Spelman vildi leysa en þetta var þeirra framlag í alþjóðlegu keppnina um erfðabreyttar vélar. Þeir byrjuðu á því að hanna form drónans í þrívíðarforriti og framleiddu það úr sveppaþráðum (e. fungal mycelium). Formið fylltu þeir svo af strám og dauðum laufum sem sveppurinn nærist á og verður á endanum mjög þéttur og stöðugur. Ef dróninn skyldi brotlenda brotnar hann auðveldlega upp í náttúrunni.

Hvernig er dróninn erfðabreyttur?

Til þess að styrkja ysta lag drónans til að þola Mars sóttu þau eftirsótt gen úr bakteríum sem þrífast í öfgakenndum aðstæðum, þ.e. hita, kulda, þurrki, o.fl. og fluttu þau yfir í E. coli bakteríuna. Niðurstaðan er baktería sem þolir geislun (e. radiation) og öfgakennd hitastig, bæði heitt og kalt. Ef dróninn skyldi brotlenda eru bakteríurnar erfðabreyttar á þann hátt að stopp kóði hefur verið innlimaður í genamengi þeirra sem stöðvar þær frá því að hafa áhrif á umhverfið.

Til að gera drónan vatnsheldan litu þeir til vespna sem framleiða búin sín með því að tyggja plöntu sellulósa. Í munnvatni vespnanna eru prótein sem hafa vatnsfælandi eiginleika. Teymið leitaði þeirra úr um þrjátíu mögulegum próteinum. Þegar það var fundið ræktuðu þeir próteinið með hjálp erfðabreyttra baktería og smurðu svo gulleitri lausninni á drónann.

Úr verður þessi tæknivæddi, lífræni dróni sem lítur út fyrir að vera skraufaþurr samloka.

dróni

Heimild: Eitt