Nanóvélmenni úr DNA

Vísindamenn við Tækniháskólann í Munchen hafa hannað tækjaparta úr erfðaefni sem setja sig sjálfir saman og verða að vélmenni á nanóskala. Það er ekkert smá lítið en einn nanómetri er einn milljarðasti úr metra eða 10-9.

Artist Impression – Credit: C. Hohmann / NIM

Þetta er bylting í því að nota DNA sem forritanlegt byggingarefni fyrir tæki og vélar á nanóskala. Hendrik Dietz, leiðtoga verkefnisins, voru veitt virtustu verðlaun vísinda í Þýskalandi nú á dögunum fyrir sitt hlutverk í þessari framþróun.

Þeir fara nýja leið að samsetningu fjölbreyttra og breytilegra þrívíðra móta af próteinum sem tengjast saman svipað og legó kubbar. Próteinin tengja þeir saman með basapörun líkt og í erfðaefninu okkar, A+T og C+G. Slík tengi eru mjög stöðug en til þess að auka hreyfigetu og hæfileika vélarinnar hafa þau hannað tvær nýjungar. Próteinpartarnir eru breytilegir í formi til að fjölga tengimöguleikum við aðra parta. Síðan er það hæfileiki þeirra til að mynda veik tengi sem hægt er að losa þegar hentar.

Greinin hefur öðlast nafnið DNA origami sem tilvitnun í þá japönsku listgrein að brjóta saman pappír.

Yoyo-Ferro-Yoda-Origami
Origami Yoda.

Meira um nanótækni á vísindavefnum.

Heimild: Eitt