Stofnfrumur taka svipaðar ákvarðanir og menn

Vísindamenn við Háskólann í Kaupmannahöfn mynduðu stofnfrumur í brisi og sáu frumurnar annaðhvort skipta sér og stækka líffærið eða hætta að skipta sér og sérhæfa sig til að verða innkirtlafruma sem vinnur að jafnvægi blóðsykurs.

brisfrumur

Þetta er í fyrsta skipti sem hægt er að fylgjast með þúsundum frumna í langan tíma í einu, og það í góðum gæðum. Samskipti og ákvarðanataka hverrar einustu frumu var skráð og borin saman. Einnig voru móðurfrumur og dótturfrumur litaðar mismunandi flúorlitum svo hægt væri að aðgreina þær og bera saman ákvarðanatökur þeirra.

Áður fyrr var spáð fyrir um ákveðnar gerðir af frumum sem myndu sérhæfast en niðurstöður sýndu að einstaka frumur, af þeim sem þeir héldu að væri sama gerð, höguðu sér á annan hátt. Sumar frumurnar skiptu sér margoft til að stækka líffærið á meðan aðrar sérhæfðu sig og hættu að skipta sér. Vísindamenn tóku einnig eftir áhugaverðu atviki þar sem móðurfruma tók ákvörðun og deildi henni svo með tveimur dótturfrumum sínum sem um leið samhæfðust móður sinni.

Með því að fylgjast með svo mörgum frumum sáu þeir rökvísar reglur um ákvarðanatökur frumnanna og vinna þeir nú með Pau Rué, stærðfræðingi við Háskólann í Cambridge, til að spá fyrir um örlög frumna margra kynslóða.

Þetta getur leitt til betri meðferðar við sykursýki í framtíðinni en þeir vonast til að geta haft áhrif á stofnfrumur í sykursjúkum og hvatt þær til að sérhæfa sig svo þær geti framleitt insúlín.

Heimild: Eitt

Þetta líkar mér