Ævaforn remedía betri en nútíma sýklalyf

Bakteríur ónæmar fyrir sýklalyfjum eru vaxandi vandamál. Nú hefur 1000 ára gömul uppskrift af sýkladrepandi augnsmyrsli sýnt betri árangur í baráttunni við ofursýkla en nútíma sýklalyf.

ævaforn remedía

Uppskriftin fannst í Bald’s Leechbook, gömlu handriti á breska bókasafninu, en læknar leita nú allra leiða til að ná þessum ofursýklum niður eftir að nýleg rannsókn gaf í skyn að þeir myndu leiða 300 milljón manns til dauða fyrir árið 2050.

Uppskriftin inniheldur lauk, hvítlauk, rauðvín og gall úr maga á belju. Vísindamennirnir prufuðu hvert efni eitt og sér sem hafði engin áhrif. En eftir að brugga þetta saman og leyfa því að liggja í níu daga gerast kraftaverk. Lausnin náði að drepa um 90% af MÓSA bakteríum (Meticillin ónæmur Staphylococcus aureus) sem hafa verið að valda usla á spítölum. Niðurstöður verða ræddar á ráðstefnu örverufræðinga í Birmingham á næstunni.

Heimild: Eitt