Höfrungar komast í vímu af kúlufiskum

Höfrungar hafa í fyrsta skipti náðst á myndband leika sér að kúlufisk og láta hann ganga á milli sín. Þeir virðast alveg vita hvað þeir eru að gera því þeir fara vel með hann og passa að drepa hann ekki. Eftir langan leik bregður kúlufiskurinn á það ráð að sprauta út úr sér eitri í von um að sleppa, en það er akkurat það sem höfrungarnir eru á eftir.

kúlufiskur
Kúlufiskur í varnarstöðu.

Kúlufiskar innihlada lífshættulegt eitur sem nefnist tetrodotoxin. Eitrið finnst í líffærum fiskanna en rannsóknir benda til þess að eitrið sé tilkomið vegna þess að þeir éta smávaxna hryggleysingja sem hafa í sér bakteríur sem framleiða eitrið. Þetta eitur er 1200 sinnum eitraðra en blásýra og gæti einn fiskur hæglega drepið 30 manns. En í litlu magni og þynnt í hafinu hefur eitrið lamandi áhrif á vöðva sem höfrungarnir virðast mjög hrifnir af.

Sjáðu myndband af athöfninni hér:

Heimildir: Eitt og Tvö

Þetta líkar mér