Er einhver staður á Jörðinni líflaus?

Líf virðist þrífast í nær öllum öfgafyllstu aðstæðum sem við getum ímyndað okkur á Jörðinni. Hiti, kuldi, þurrkur, geislun, og þrýstingur – eitthvað af þessu í miklu magni myndi eyðileggja flest líf, en sífellt finnast lífverur sem hafa aðlagast og eru þar á heimavelli.

extremophiles

HITI

Maurar í Sahara eyðimörkinni koma út á daginn, í um 60 °C, til að sækja hræ þeirra sem farast í hitanum. Þeir þurfa þó að hafa mjög hraðar fætur svo að þeir brenni ekki eins og maturinn sinn. 

maurar

Það er þó frekar svalt fyrir Geogemma barossii, einfruma fornbakteríu (e. archaea) sem fannst í neðansjávarhveri í Kyrrahafinu, hún lifir af 130 °C en best líður henni í 121 °C.

KULDI

Á Norðurskauti finnast rauðar bjöllur sem lifa af kulda niður að -40 °C en til þess framleiða þeir m.a. frostlegi prótein (e. Antifreeze protein) og glíseról sem bæði ver þær fyrir myndun ískristalla í blóðinu.

rauðbjalla

Bakeríur af ættkvíslinni Psychrobacter lifa einnig af á Norðurskauti og í sífreri Síberíu í og við -10 °C. Eitursvalar.

ÞRÝSTINGUR

Á botni Kyrrahafs mælist þrýstingur um 100 MPa en það er um 1000 sinnum meiri þrýstingur en við þekkjum á yfirborði Jarðar. Þar þrífast allskonar bakteríur þ.á.m. Halomonas salaria en hún lifir ekki af þrýsting minni en 100 MPa.

ÞURRKUR

Atacama eyðimörkin í Chile, einn þurrasti staður Jarðarinnar getur skort regnvatn í allt að 50 ár. Þrátt fyrir það þrífast fornbakteríur innan um holur steina í þeim örlitla raka sem þar geymist. Út frá þeim og þeirra úrgangi sprettur svo heilt samfélag alls konar baktería sem dvelja í steinunum.

GEISLUN

Bakterían Deinococcus radiodurans fannst í góðum gír í rústum kjarnorkuversins í Tsjernóbil. Hún þolir geislun upp á 15.000 Gy en til samanburðar myndi maður deyja við um 5 Gy.

SIGURVEGARI

bjarnmaur

Allra seigasta lífvera sem fundist hefur á Jörðinni er án efa Bjarnmaurinn (e. tardigrade). Hann lifir af hitastig frá -272 °C og upp í 151 °C. Hann þolir þurrk, geislun, og meiri þrýsting en finnst á Jörðinni, eða 600 MPa, sem er ótrúlegt! Ekkert virðist eiga roð í Bjarnmaurinn. Sjáðu grein Veraldarinnar um þessa ofurhetju.

Heimildir: Eitt, Tvö, Þrjú og Fjögur