Google Maps fyrir líkamann

Verkfræðingar frá Nýja Suður Wales háskólanum í Ástralíu hafa hannað leiðsögukerfi sem gerir okkur kleift að skoða mannslíkamann alveg niður að einstökum frumum.

Google-Maps-BLOG-POST-1

Gögnin telja mörg terabæt og notast þeir við algorithma Google Maps til þess að vinna úr öllum þessum upplýsingum og sýna þér hvernig og úr hverju við erum gerð. Mun þessi tækni hjálpa rannsakendum og læknum gífurlega í sínu starfi.

Tæknin er á byrjunarstigi en mikið hlakka ég til þegar maður á eftir að geta tekið rúnt um mannslíkamann, skoðað heilann, hjartað, augun o.fl. – þetta verður magnað!

Heimild: Eitt