Nashyrningum bjargað frá veiðimönnum

Í Suður-Afríku er hart sótt að brothættum stofni nashyrninga en aðeins um 20 þúsund slíkir eru eftir á Jörðinni. Náttúruverndarsinnar vilja bregða á það örþrifaráð að ferja 100 nashyrninga á friðað svæði í Afríku.

nashyrningur
Nashyrningar eru stöðugt myrtir fyrir algjöra rökleysu.

Veiðimenn drápu yfir 1.200 nashyrninga í fyrra en þeir selja hornin þeirra til erkivitleysinga í Asíu sem telja þau hafa lækningamátt m.a. við krabbameini og þynnku. Í raun gætu þau allt eins verið að tyggja neglur og hár en það er úr sama efni og horn nashyrninga; keratíni.

Náttúruverndarsinnar í samtökunum Rhinos Without Borders stefna nú að því að bjarga 100 nashyrningum og færa þá til Botswana í Aríku. Nashyrningarnir verða færðir, einn í einu, með þyrlu en það mun kosta um 6 milljónir króna stykkið. Samtökin hafa þegar safnað um 40 milljónum með hópfjármögnun (e. crowdfunding). Það verður ekki hættulaust því svæfa þarf dýrin fyrir flutninga og svæfing leiðir þá til dauða í 2-5% tilvika. Flugið var valið vegna styttri svæfingartíma miðað við landflutninga.

Vonandi mun stofninn vaxa og dafna þar en í Botswana eru nashyrningar friðaðir og verndaðir af hermönnum – og veiðimenn eru réttdræpir.

Til gamans: ofur hress nashyrningur og geit leika saman.

Sjáðu meira um dýr í útrýmingarhættu.

Heimild: Eitt

Þetta líkar mér