Myrka veröld internetsins

Internetið eins og við þekkjum það er gífurlega stórt. Almenningur leitar í og leikur sér á yfirborði internetsins á síðum eins og facebook, amazon, og veroldin.net, en það er aðeins talið brotabrot af heildarmynd internetsins. Undirheimar vefsins eru hræðilegir og margfalt stærri.

Dark+Matter+Volume+B+a+W

Huldi vefurinn (e. Dark Web) eru allir vefir sem lokaðir eru með lykilorði, inntökugjaldi, eða sérstökum forritum og er hann talinn vera um 500 sinnum stærri en yfirborðs internetið sem við notum. Samkvæmt rannsókn sem birt var í Nature leitar Google bara í 16% upplýsinga af yfirborði internetsins og fáum við því 0,03% af öllum upplýsingum á internetinu. Það er eins og að reyna að veiða fisk á efstu 50 sentimetrum hafins.

Á hulda vefnum þrífast gengi, hryðjuverkamenn, barnaperrar og allir þeir sem vilja fara huldu höfði. Þú getur ráðið hakkara og keypt allan andskotann með rafrænum gjaldmiðlum eins og Bitcoin og Darkcoin.

Hvað er hægt að kaupa?

Fíkniefni
Einstaklings- eða heildsöluskammtar af öllum mögulegum fíkniefnum. Nýlega lokaðri ofurverslun, The Silk Road, velti $200 milljónum (27 milljörðum króna) á 28 mánuðum.

Falsaðir gjaldmiðlar
Hægt er að versla evrur, pund, yen og dollara. Til dæmis fást 2.500 falsaðir dollarar fyrir $600 og eiga þeir að standast hefðbundin próf.

Skjalafölsun
Hvað vantar þig? Vegabréf, ökuskírteini, ríkisborgararéttindi, skólagráður, innflytjendaskjöl, og skilríki eru fáanleg á hulda vefnum. Falsað ökuskírteini í BNA kostar um $200 en vegabréf fara á nokkur þúsund dollara.

Skotvopn, skotfæri og sprengiefni
Allskonar byssur og C4 sprengjur eru fáanlegar á hulda vefnum. Söluaðilar senda varninginn í sérstökum pakkningum innan um t.d. leikföng, hljóðfæri eða raftæki.

Leigumorðingjar
Ein þjónustan sem kennir sig við C’thulhu býður upp á „Varanlegar lausnir við algengum vandamálum.“ Þeir taka við bitcoin sem greiðslu og senda þér svo ljósmynd af verkinu kláruðu sem sönnunargagn.

Líffæri
Á hulda vefnum þrífst stór og hrikalegur svartur markaður fyrir lifandi líffærum. Fyrir þá sem eiga nóg af peningum og geta ekki beðið á endalausum biðlista fást sett af augum fyrir 200 þúsund kr., hjarta á 16 milljónir kr., lifur á 20 milljónir kr., og nýru á 27 milljónir króna.

Heimild: Eitt