Snjallsímar nú tengdir heilanum

Það sem áður var skemmtileg hugmynd vísindaskáldsögu, eins og svo oft áður, er nú orðið að veruleika. Snjallsímar tengdir heilanum geta stýrt tilfinningum okkar.

Rafskaut sem stýrir tillfinningum. Magnað!
Rafskaut sem stýrir tillfinningum. Magnað!

Vísindamenn við fyrirtækið Thync í Boston hafa hannað vöru sem beintengir snjallsíma við heila notendans með rafskautum (e. electrodes). Notandinn stýrir svo skautunum með appinu Vibes og eru tvær stillingar í boði.

Rafskaut eru sett á sérstaka staði á höfði og hnakka viðkomandi og gefa þau frá sér sérhannaða bylgjulögun rafstraums. Rafstraumurinn hefur bein áhrif á taugakerfi líkamans sem aðlagast tíðni bylgjanna. Þá geta notendur valið um annaðhvort ró (e. calm) eða orku (e. energy) og ættu fleiri tilfinningar að bætast við með tímanum.

thync_6214-1500x1000
Viltu magna þig upp eða niður?

Niðurstöður rannsókna komu vel út en varan hefur sterkari áhrif en lyfleysa (e. placebo) og stóð sig enn betur en önnur sambærileg tæki. Fyrir og eftir notkun Vibes mældu vísindamenn hjartslátt þátttakenda, magn alfa amílasa í munnvatni (stress vísir), og lífeðlislegar breytur eins og stress, kvíða, orku og athygli – ásamt segulómskoðun (e. MRI, magnetic resonance imaging).

Mestu áhrifin verka í um 45-60 mínútur. Notendur hafa líkt orku straumnum við að fá sér kaffibolla og rólega straumnum við það að stunda hugleiðslu og yoga, eða jafnvel skot af viskíi. Varan er enn í þróun og búast má við að hún komi á markað í lok þessa árs.

Heimild: Eitt