Eru olíuboranir góð hugmynd?

Ný rannsókn á vörn manna við olíuslysum hefur leitt í ljós að við höfum aðeins verið að bæta olíu á eldinn. Sundrunarefni sem notuð hafa verið eru eitraðri kóralrifunum heldur en olían sjálf.

Eftir olíuslys við mexíkóflóa árið 2010.
Eftir olíuslys við mexíkóflóa árið 2010.

Í versta olíuslysi hingað til, við mexíkóflóa árið 2010, láku um 8 milljón tunnur af olíu í hafið (1 tunna = 160 lítrar). Það eru yfir þúsund milljónir lítra af náttúruspillandi olíu. Það var öðruvísi öðrum slysum vegna þess að það gerðist á 1.400 metra dýpi. Í örvæntingafullri nauðavörn notuðu þau 7 milljón lítra af sundrunarefni til að reyna að leysa upp olíuna. Það var stór áhætta en sú aðferð hafði aldrei verið rannsökuð eða prófuð áður í þessum aðstæðum.

Þegar hafsbotninn var myndaður síðar það ár kom ónýt náttúran í ljós. Það leit út eins og glæpavettvangur þar sem kóralrifin voru gjörskemmd og þakin dökku kæfandi slími. Því þó að olían komi úr jörðinni þá er hún mjög skaðleg mönnum og öðru lífi. Olían er full af þrávirkum, hormónatruflandi og krabbameinsvaldandi efnum.

Vel viðeigandi mynd af skeljum í olíupolli.
Vel viðeigandi mynd af skeljum í olíupolli.

Vísindamenn við Temple háskólann vildu vita hvað væri verst fyrir kóralrifin: olían, sundrunarefnin eða þau í sameiningu. Þau settu þrjár tegundir af kóralrifum í mismunandi upplausnir af efnunum og fundu út að sundrunarefnin hafa eituráhrif í mun minna magni en olían sjálf.

Mörg dæmi eru um gríðarstór olíuslys úti á hafi eins og annað slys í mexíkóflóa árið 1979 þar sem um hálfur milljarður lítra af olíu lak í hafið. Annað slys í Karabíska hafinu árið 1979 lak um 300 milljónum lítra og fjölmörg dæmi eru um slys sem öll leka meira en 100 milljónum lítra af olíu í hafið. Öll þessi olía er samt aðeins um 5% af allri olíu sem sleppur í hafið af mannavöldum. Hin er nefnilega ekki slys og því viljandi. Helsta uppspretta olíumengunar í hafi er dagleg iðja samfélagsins og er hún talin vera um 2,5 milljarðir lítra af olíu á hverju ári.

Heimildir: Eitt, Tvö, Þrjú og Fjögur