Furðulegar ofurkonur kjaftagelgjunnar

Þessir litlu fiskar eru merkilegir fyrir margt. Einkennilegt útlit, líflýsta veiðistöng úr andlitinu, svakalegan mun á karl og konu, og stórfurðulega kynlífið þeirra.

Ein lítil sæt kjaftagelgja - (C) Edith Widder
Ein lítil sæt kjaftagelgja – (C) Edith Widder

Þeir heita því skemmtilega nafni kjaftagelgjur (e. anglerfish / fræðiheiti: lophiiformes) og eru til yfir 200 tegundir af þeim. Flestir eru þeir um 30 cm á lengd en mest hafa þeir mælst um meter. Þeir virðast ansi reiðir greyin og eru óheppilega ófríðir, og lifa þeir einmannalegu lífi á dimmum botni sjávar.

Helsta sérkenni kjaftagelgjunnar, þá aðeins kvendýrsins, er framlenging á hrygg verunnar sem stendur út úr andlitinu á þeim eins og veiðistöng. Á enda útlimsins lýsir lífrænt ljós frá samlifandi bakteríum sem laðar að alls konar dýr sem hún svo gæðir sér á.

Pínulítill karl

Kjaftagelgjur eru sekar um að stunda eitt furðulegasta kynlíf í veröldinni. Karlar, nokkurra tegunda kjaftagelgjunnar, eru margfalt minni en konurnar. Þeir bíta sig fasta á konunar og verða hreinlega að eista, kynkirtli, sem nærist af þeim og leysir sáðfrumur þegar kvendýrið leysir egg.

Hér hefur karlinn komið sér fyrir og hafið störf
Hér hefur karlinn komið sér fyrir og hafið störf

Hann er eins og hann er vegna þess að hann þarf ekki að veiða sér til matar eða neitt, hann þarf aðeins að festa sig við konu. Aðeins um 1% karla finna sér maka á meðan hinir svelta hreinir sveinar sem aldrei fengu að vera eista.

Hann lítur meira að segja út eins og lítið eista.
Hann lítur meira að segja út eins og lítið eista.

Heimildir: Eitt, Tvö og Þrjú