Aldrei höfum við fengið að sjá sólina í eins mikilli nærmynd og nú í myndbandi Michael König með myndefni frá könnunarfari NASA, Solar Dynamics Observatory (SDO).

Hér sjást sólblossar, sólgos og kórónugos í allri sinni dýrð. Slíkt gerist við snögga orkulosun í lofthjúpi sólar. Öflugustu blossarnir eru svo orkumiklir að þeir jafnast á við um milljónir 100 megatonna vetnissprengjur sprengdar samtímis.
Blossarnir samanstanda af geislum frá nánast öllu rafsegulrófinu, frá löngum útvarpsbylgjum og niður í gammageisla. Kórónuskvettur eru gríðarstórar sprengjur af efni, mest rafgasi (e. plasma) en einnig helíum, súrefni og járni. Slíkar skvettur geta valdið miklum segulstormum hér á jörð með tilheyrandi norðurljósasýningu.
Sjáðu dýrðina hér:
König gerði einnig rosalega fínt myndband af jörðinni fyrir nokkrum árum, ekki síður aðdáunarvert:
Heimild: Eitt
[…] Sjá einnig á veroldin.net: Ótrúlegt myndband af sólinni í nærmynd. […]