Reikistjörnur alheimsins eru mismunandi eins og þær eru margar. Jörðin er aðeins ein reikistjarna í sólkerfi sem tilheyrir Vetrarbrautinni, sem er aðeins ein stjörnuþoka af yfir hundrað milljörðum öðrum í þessari stóru veröld. Plánetur úr gasi, ís, demanti og gleri. Margar sólir, endalaus höf, öfga hiti, kuldi og líf þar á milli?
1. TrES-2b
Þessi dimmasta reikistjarna sem fundist hefur endurspeglar aðeins um 1% af öllu ljósi, sem vísindamenn telja vera vegna ljósgleypni eiginleika ofgnóttar natríum og títan oxíð gass. Ef myrkrið er ekki nægilega ógnvænlegt þá glóir hún dimmrauðum lit einnig sem stafar af 1.000 °C heitu yfirborði reikistjörnunnar.

2. 55 Cancri e
Í 40 ljósára fjarlægð hefur fundist kolefnisrík pláneta tvöfalt stærri en jörðin. Hún er svo þétt að allt kolefnið raðast upp í fast efni í formi demants. Demantar eru eitt þekktasta fjölgervingsform kolefnis og geta þeir myndast við samspil mikils hita og þrýstings eða 45-60 kílóbör og 900° – 1300 °C. Þriðjungur reikistjarnarinnar er því úr glansandi glæsilegum demanti.

3. Gliese 436b
Þessi reikistjarna er algjört efnafræðiundur. Hún er hreinlega risastór eldhnöttur úr ÍS. Stjarna þessarar plánetu er rauður dvergur og tekur það Gliese 436b rúma tvo daga að fara hring um hana. Vísindamenn áætla að reikistjarnan sé 13x nær sólu sinni en merkúr, og því sé yfirborð plánetunnar gífurlega heitt eða um 439° C. Hvernig getur ís haldið föstu formi á slíku hitastigi? Vegna gífurlegrar stærðar er þyngdarafl plánetunnar svo mikið að öll vatnsgufa hélast aftur vegna þrýstings.

4. HD 189773b
Á þessari reikistjörnu rignir glerbrotum… á hlið… í 200 m/s rokinu sem þarna er, alltaf. Blái liturinn stafar af silíkat sameindum sem þéttast og mynda gler í þeim mikla hita sem er á yfirborði plánetunnar, um 1.000 °C.

5. WASP-12b
Hubble tók eftir einni reikistjörnu úr 600 ljósára fjarlægð sem hægt og rólega er étin lifandi af nálægri stjörnu sinni. Hún er svo nálægt stjörnu sinni að eitt ár er aðeins 1,1 dagur. Þar af leiðandi er hitastig á yfirborði plánetunnar í kringum 1.500 °C og missir hún um 6 milljón tonn af massa á sekúndu vegna bruna. Hún á um 10 milljón ár eftir ólifað, smástund á mælikvarða reikistjarna.

6. Gliese 581 c
Þessi reikistjarna hefur verið valin ein af topp þremur reikistjörnum líklegastar til að geyma líf. Þrátt fyrir það er hún mjög ólík jörðinni. Hún snýst ekki um möndul sinn og snýr því ein hlið plánetunnar alltaf að stjörnu sinni og er því sjóðandi heit þar megin og ísköld hinumegin. Á milli hvorra öfga er lífvænlegt svæði þar sem vatn er talið vera í fljótandi formi og líf þykir afar líklegt. Vísindamenn sáu skrítinn púls af ljósi frá þessari plánetu árið 2008 og ákváðu að svara með skilaboðum sem munu komast á leiðarenda árið 2029, en plánetan er í 20,5 ljósára fjarlægð. Getiði ímyndað ykkur dimmrauðan himininn?

7. WASP-17b
Þessi reikistjarna er einstök fyrir að vera ótrúlega stór og sérstaklega létt, einnig snýst hún í öfuga átt við stjörnu sína. Hún er nánast tvöfalt stærri en júpíter en mun léttari, en áður var talið að reikistjörnur gætu ekki orðið svo stórar. Hún flokkast undir það sem á ensku kallast „puffy planets“ sem eru gífurlega stórar og léttar plánetur.

8. HD 188753 Ab
Í 149 ljósára fjarlægð er reikistjarna stærri en Júpíter, merkileg fyrir að hafa þrjár sólir. Sífelldir sólmyrkvar og skrautlegar sólarupprásir og sólarsetur.

9. GJ 1214b
Í 47 ljósára fjarlægð er sannkölluð vatnaveröld. Plánetan, sem er nánast þrefalt stærri en jörðin og sjöföld þyngd hennar, er þakin endalausu bláu hafi. Reikistjarnan er á braut um rauðan dverg. Svo nálægt að hitastig á yfirborði hennar er um 230 °C, en það er of hátt hitastig fyrir líf eins og við þekkjum það. Vatnið helst í föstu- og vökvaformi vegna gífurlegs þyngdarafls þrátt fyrir hátt hitastig, eins og á Gliese 436b (nr 3).

10. Kepler 438b
Reikistjarna í 470 ljósára fjarlægð, uppgötvuð af Kepler sjónaukanum í janúar 2015, er eins og okkar stóri bróðir frá annari móðir. Hún skorar 0.88 af 1 á mælikvarða reikistjarna svipuðum jörðinni, sem er met. Ólíkt okkur er þessi pláneta á braut um rauðan dverg sem er minni og kaldari en sólin okkar.
