Stærstu fyrirbæri veraldar

Veröldin er gríðarstór og við höfum aðeins séð brot af henni. Í Vetrarbrautinni okkar einni eru taldar vera um 300-400 milljarðir stjarna, en við höfum aðeins skrásett nokkur hundruð milljónir. Hér koma stærstu stjörnur, stjörnuþokur, svarthol og stjörnukerfi sem fundist hafa hingað til.

Til að setja hlutina aðeins í samhengi og reyna að ná utan um þessar gríðarlegu stærðir þá notum við mælikvarða eins og:

  • Sólarradíus: Radíus sólarinnar okkar, 690.000 km
  • Sólmassi: Massi sólarinnar okkar, 2 x 10³º kg.
  • Ljósár: sú vegalengd sem ljósið ferðast í tómarúmi á einu ári, um 9 trilljón km.
Jörðin er pínultili punkturinn innan um kórónugosið þarna.
Jörðin er pínultili punkturinn innan um kórónuskvettuna þarna…

Sólin er nefnilega rosalega stór miðað við jörðina, svo stór að það kæmust milljón jarðir inn í hana. En hún er aftur á móti algjör dvergur miðað við suma ofurrisa eins og þessa.

Stjörnur

Í 4.900 ljósára fjarlægð glóir rauði ofurrisinn VY Canis Majoris. Hún hefur 30-40 sólmassa og 1.800-2.100 sólarradíusa. Hún er fimm hundruð þúsund sinnum bjartari en sólin okkar. Þrátt fyrir það er yfirborðshitastig hennar um 3.000 °C, sem er mun minna en á sólinni okkar (5.600 °C).

Litla sólin okkar við hlið ofurrisans VY Canis Majoris
Litla sólin okkar við hlið ofurrisans VY Canis Majoris

Í 160.000 ljósára fjarlægð er efnismesta stjarna sem fundist hefur, R136a1. Hún hefur 265 sólmassa og er um 10 milljón falt bjartari en sólin okkar, með yfirborðshitastig upp á 50.000 °C. Þvílík STJARNA!

Hlussustjarnan R136a1 skín svaka skært
Hlussustjarnan R136a1 skín svakalega skært

Svarthol

Í 3,5 milljarði ljósára fjarlægð hvílir stærsta svarthol sem fundist hefur. Risasvartholið OJ 287 sem hefur 18 milljarða sólmassa.

Risasvartholið OJ 287.  Kunnuglegt gestum Veraldarinnar.
Risasvartholið OJ 287. Kunnuglegt vinum Veraldarinnar.

Stjörnuþoka

Í milljarði ljósára fjarlægð er ofurstóra stjörnuþokan IC1101 sem lætur Vetrarbrautina okkar líta út eins og lítið vasaljós. Þokan teygir sig yfir 6 milljón ljósára flöt á meðan Vetrarbrautin er aðeins um 100 þúsund ljósára flöt. IC1101 hefur áætlaðan massa upp á um 100 trilljón stjörnur. Það eru hundrað milljón milljónir stjarna.

Skrítið að þessi stjörnuþoka skuli ekki bara lýsa upp allan alheiminn.
Skrítið að þessi stjörnuþoka skuli ekki bara lýsa upp allan alheiminn.

Risastór kosmísk ráðgáta

Alstærsta fyrirbæri veraldar, hingað til, er ráðgáta. Gífurlega stór þyrping dulstirna, geysiöflugra virkra stjörnuþoka þar sem ofurmassasvarthol éta upp efni með svona rosalega fallegum afleiðingum líka. 

Dulstirni
Dulstirni.

Vísindamenn komust að þessu með því að mæla og kortleggja gamma geislun úr geimnum. Slíkir skammvinnir háorku geislar eru taldir koma frá sprengingum massamikilla stjarna. Þyrpingin nær yfir 10 milljarð ljósára flöt sem er gígantísk stærð og hafa rannsakendur fáar hugmyndir um afhverju og hvernig slíkt kerfi hefur myndast. Smá hugarnesti fyrir daginn þinn. 

Sjáðu stærðar samanburð stjarna

Sjáðu samantekt From Quarks to Quasars um stærstu fyrirbæri veraldar

Þetta líkar mér