Ný aðferð getur spáð fyrir um myndun brjóstakrabbameins

Vísindamenn geta nú spáð fyrir um myndun krabbameins í brjósti innan tveggja til fimm ára með blóðprufum. Aðferðin er á þróunarstigi en hún lofar góðu í baráttunni við algengasta krabbamein kvenna.

Bleiki borðinn.
Bleiki borðinn.

Nýja aðferðin er sannarlega byltingarkennd miðað við brjóstamyndatöku dagsins í dag. Myndatökur hjálpa læknum að koma auga á æxli sem þegar hafa myndast með 75% næmni á meðan blóðprufu aðferðin getur séð fyrir um myndun brjóstakrabba tvö til fimm ár fram í tímann með 80% næmni.

Hvernig virkar nýja aðferðin?

Blóðprufur 57.000 einstaklinga sem teknar voru milli ’94-’96 af krabbameinsfélaginu í Danmörku, voru kannaðar ítarlega með efnaskipti og magn allra umbrotsefna (e. metabolites) blóðsins í huga. Rannsakendur fengu einnig blóðprufur í annað skiptið frá 400 konum, sem voru hraustar í fyrra skiptið, en fengu krabbamein tveimur til sjö árum á eftir fyrstu blóðprufunni, og öðrum 400 konum sem fengu ekki krabbamein.

Rannsakendur tóku eftir breytingum í mynstri efnaskipta í blóðinu þegar æxli byrja að myndast. Þeir segja að nú sé ekki eitt lífmerki (e. biomarker) sem sé vísir að brjóstakrabbameini heldur sett af mörgum lífmerkjum og hvernig þau vinna saman.

Aðferðin er enn á þróunarstigi en vissulega lofar hún mjög góðu varðandi forvarnir og meðferðir á grunnstigi, sem er einna mikilvægast í baráttunni við krabbamein.