Uppfinningaverðlaun ársins 2015: Flugbíll

Štefan Klein og Juraj Vaculík hjá AeroMobil fengu nýlega verðskulduð uppfinningaverðlaun fyrir flugbíl. Þá er bara að fara í flugnám!

AeroMobil 3.0
AeroMobil 3.0

Klein hefur unnið að hönnun flugbílsins frá árinu 1989 en það var ekki fyrr en árið 2010 sem hann sýndi frumkvöðlinum og vini sínum Juraj frá tækinu. Saman stofnuðu þeir fyrirtækið AeroMobil og hafa síðan unnið að því að hanna markaðsvæna vöru.

Tryllitækið að framanverðu.
Tryllitækið að framanverðu.

Margir hafa reynt að hanna bíl sem getur flogið án árangurs, en þeim hjá AeroMobil hefur nú tekist að hanna flugvél sem hægt er að brjóta saman í lítinn bíl. Flugbíllinn er úr koltrefjum og stáli og vegur um 450 kg, og hefur stillanlega vængi fyrir flugtak og akstur (e. cruise). Vélin er Rotax 192, 100 hestafla og fjögurra sílindra, sem drekkur hefðbundið bensín.

Síðasta október keyrði Klein á bílnum út á grassléttu í Slóvakíu, breiddi út vængina og tók á flug. Hann flaug um 19 km hring í rúmlega 240 m hæð og lenti svo á sama stað. Síðan þá hafa AeroMobil klárað um 40 flug próf.