Líftækni frumkvöðlar ætla að prenta gerviaugu

Augu okkar eru stórmerkileg fyrirbæri. Ótrúlega fallegir, flóknir og sérhæfðir ljósnemar sem við fæðumst með. En þau eru ekki fullkomin, þau veikjast með aldrinum, og ertingu og sýkingu fylgir oft mikill sársauki. Ítalska líftækni sprotafyrirtækið MHOX ætlar nú að hanna lífprentanleg gerviaugu með skemmtilegum viðbættum eiginleikum.

nnx-001 - EYE
Fyrstu drög að 3D prentuðu MHOX gerviauga.

Filippo Nassetti leiðir verkefnið en hann segir nýjustu framfarir í lífprentun (e. bioprinting) og lífhökkun (e. biohacking) gera sér kleyft að ímynda sér að auðvelt verði að prenta lífræna og virka líkamshluta í náinni framtíð, fyrir þá sem lenda í slysi eða þá sem hreinlega vilja bæta meðfædda hæfni. Lífprentarar eru þegar farnir að geta prentað eyru, æðar og nýru t.d. en augað er aðeins flóknara líffæri til að prenta. Verkefni kallast „Enhance Your Eye“ eða EYE.

Nasetti sér fyrir sér þrjár tegundir gerviaugna

Viltu sjónina þína aftur? Helmingi betri? Með myndavél, Wi-Fi og filterum?
Viltu sjónina þína aftur? Helmingi betri? Með myndavél, Wi-Fi og filterum?

Heal

Fyrsti valmöguleikinn er einfalt gerviauga sem hugsað er fyrir þá sem skortir sjón frá fæðingu og/eða vegna sjúkdóma eða áverka.

Enhance

Annar valmöguleikinn skerpir sjónina þína um helming (15/10) með betri sjónu (e. retina). Hér getur þú einnig sett einhverskonar síu (e. filter) á myndina eins og á Instagram. Þú breytir í svarthvítt eða vintage með því að gleypa pillu!

Advance

Þriðji valmöguleikinn er sá háþróaðasti. Hann hefur alla eiginleika eins og Enhance að viðbættri hæfni til að taka myndir og myndbönd í gegnum augað, og Wi-Fi til að deila því samstundis!

Hvernig ætla þeir að tengja augun?

Til að nota gerviaugu EYE, þarf að fjarlægja upprunalegu augun með aðgerð og tengja sérhannaða sjónu við sjóntaugina sem sendir skilaboðin til heilans. Þar eftir verður hægt að skipta um augu án aðgerðar, t.d. úr Heal í Advance. Hönnuðir spá því að varan verði komin á markað árið 2027.

Útskýring á auganu.
Útskýring á auganu.

Heimild: Eitt