Kínverskir vísindamenn viðurkenna að hafa átt við gen mennskra fóstra

Í fyrsta skipti í mannkynssögunni að sögn Nature News, svo við vitum um, hefur genum mennskra fóstra verið breytt. Tilraun kínversku vísindamannana er eðlilega mjög umdeild enda vekur verknaðurinn upp margar sifðerðislegar spurningar varðandi erfðabreytingu á mönnum.

Sex vikna fóstur sem tengist fréttinni ekki beint.
Sex vikna fóstur sem tengist fréttinni ekki beint.

Nýleg rannsókn í líftækni, uppgötvun aldarinnar í líftækni að mati sumra, sýndi hvernig mögulegt er að eiga við og bæta erfðamengi manna á fósturstigi. Þá er bæði hægt að bæta við heilbrigðum genum sem og fjarlægja stökkbreytt gen – og taka þannig virkan þátt í þróun mannsins.

Margir vísindamenn eru fullir efasemda um erfðabreytingu manna og vilja ekki að neinn eigi við erfðamengi mannsins þar til við skiljum afleiðingarnar að fullu en kínverskar heimildir herma að minnst fjögur teymi vísindamanna séu að vinna í því að bæta erfðamengi manna. Vísindamaðurinn Junjiu Huang leiðir umtalaða rannsókn en teymið hans reyndi að breyta geninu HBB, í ólífvænlegu (e. non-viable) fóstri, sem er þekkt fyrir að vera vísir að dauðlegum blóðsjúkdómi.

CRISPR kallast tæknin sem þeir nota við aðgerðina en hún finnur slæm gen, fjarlægir þau og kemur nýjum heilbrigðum genum þeirra í stað. Aðferðin virkaði aðeins í broti af heildar fóstrum eða í 28 af 86 upprunalegum. Þeir fundu líka margar óvæntar stökkbreytingar frá misheppnuðum aðgerðum og þá skilur maður áhyggjur allra þeirra sem efast um breytingar á erfðamengi manna.

Á sama tíma lofa þessar tækniframfarir góðu enda gæti þetta bundið enda á hrikalega sjúkdóma eins og sigðkornablóðleysi, Huntingtonssjúkdóm og slímseigjusjúkdóm. Það verður hins vegar ekki raunhæft fyrr en nákvæmni aðgerðarinnar verður bætt. Huang segist ætla að þróa aðferðina á fóstrum annarra dýra héðan í frá.

One comment

Lokað er á athugasemdir.