Hubble geimsjónaukinn 25 ára og annar stærri væntanlegur

Á morgun, þann 24. apríl, eru 25 ár síðan Hubble geimsjónaukanum var skotið á loft. Sjónaukinn er ein merkilegasta sköpun mannkyns sem gjörbreytt og aukið hefur skilning okkar á veröldinni. NASA vinnur nú að hundrað falt öflugri sjónauka sem á að hefja störf árið 2018.

Hubble geimsjónaukinn workin' it...
Hubble geimsjónaukinn workin’ it…

Í 555 km hæð fyrir ofan jörðina svífur Hubble sjónaukinn, spegilssjónauki sem getur ásamt mælitækjum sínum numið rafsegulgeislun á víðu sviði frá nær-innrauðu, sýnilegu- og að útfjólubláu ljósi. Hann hefur fært okkur svakalega fallegar myndir af stjörnum, geimþokum, fjarlægum vetrarbrautum og alls konar fyrirbærum og eykur auðskiljanlega áhuga almennings á alheiminum. Hubble sjónaukinn var smíðaður einna helst til að mæla stærð og aldur alheimsins og prófa kenningar um uppruna hans. Þökk sé mælingum hans vitum við nú aldur alheimsins með meiri nákvæmni en nokkru sinni fyrr, en hann er í kringum 13,8 milljarða ára gamall.

Hubble hefur tekið nokkrar djúpmyndir þar sem hann safnar ljósi í margar klukkustundir úr ákveðinni átt. Fyrsta djúpmynd sjónaukans: Hubble Deep Field North var tekin á 10 dögum jólin 1995 þar sem heildarlýsingatími nam meira en 100 klukkustundum. Svæði á himninum í stjörnumerkinu Stórabirni varð fyrir valinu því það virtist svo tómt. Hubble sýndi þeim annað þegar um 3000 vetrarbrautir komu í ljós.

Hubble Deep Field North. Stóra dularfulla tómið sem reyndist allt annað en tómt.
Hubble Deep Field North. Stóra dularfulla tómið sem reyndist allt annað en tómt.
MIND BLOWN!

Sjáðu fleiri myndir Hubble hér. Ein flottasta djúpmyndin hingað til kom út árið 2009: endurbætt Hubble Ultra Deep Field. Sjón er sögu ríkari.

IDL TIFF file
Þúsundir fjarlægra vetrarbrauta.

James Webb ofurgeimsjónaukinn

NASA vinnur nú að arftaka Hubblessiónaukans sem verður um 100 falt öflugri. James Webb geimsjónaukinn getur greint um 10-100 sinnum daufari fyrirbæri en Hubble. Hans verkefni verður að skyggnast í fjarlægustu víðáttur veraldar og kanna myndanir fyrstu vetrarbrauta alheimsins, 13,5 milljarð ára aftur í tímann.

Sjáðu magnað myndband um sjónaukann með rödd Optimus Prime!