Heilaæxli reyndist hinn illi tvíburi

Doktorsnemi á þrítugsaldri í Bandaríkjunum fór í aðgerð til að fjarlægja heilaæxli. Skurðlæknirinn fjarlægði það sem hann telur vera vanþróaður tvíbura fósturvísir hennar með bein, tennur og hár!

Vanþróað lítið tvíburafóstur að villast.
Vanþróað lítið tvíburafóstur að villast.

Yamini Karanam, doktorsnemi við háskólann í Indiana, fór fyrst til læknis þegar hún fór að fá slæma höfuðverki og eiga erfitt með les- og hlustunarskilning. Læknar tóku eftir stækkandi æxli á stærð við baun við heilaköngulinn (epineal gland). Æxlið reyndist síðar vera dularfull tegund æxlis (e. teratoma) sem inniheldur sína eigin vefi og jafnvel líffæri. Vísindamenn eru ekki öruggir hvað veldur slíkum æxlum en mest studdu hugmyndir segja þetta vera vanþróað fósturvísi, tvíbura hennar, sem innlimast hefur í hana í upphafi.

Heilaskurðlæknirinn Hrayr Shahinian er framarlega á sínu sviði og segist hafa fjarlægt um 8.000 heilaæxli, en þetta er aðeins í annað skiptið sem hann rekst á svona æxli. Karanam grínast nú með að hafa fjarlægt sinn illa tvíbura sem hefur kvalið hana í 26 ár.