Fyrirtæki ætlar að gróðursetja milljarð trjáa á ári með drónum

Vísindamenn hjá BioCarbon Engineering í Bandaríkjunum ætla að berjast gegn skógareyðingu með því að gróðursetja milljarð trjáa á ári með drónum.

Lauren Fletcher hjá BioCarbon Engineering alsæll með dróna sem þau munu nota.
Lauren Fletcher hjá BioCarbon Engineering alsæll með dróna sem þau munu nota.

Verkefnið er leitt af Lauren Fletcher, doktor í eðlisfræði og verkfræðingi hjá NASA til margra ára, sem segist elska að reyna að sigrast á stórum vandamálum sem varða alla jörðina. Fletcher hefur áhyggjur af skógareyðingu á jörðinni en hann segir að um 26 milljarður trjáa séu eyðilögð árlega í allskonar iðnaði og vill hann berjast gegn því með nútíma tækni.

Teymið ætlar að fljúga drónum yfir fyrirfram ákveðin svæði og skjóta niður belgjum úr niðurbrjótanlegu plasti sem fullir eru af áður spíruðum fræjum og heilbrigðum jarðvegi með nauðsynlegum næringarefnum. Drónarnir munu síðan sjá um eftirlit og vökvun á hverju tréi allan ársins hring. Þau áætla að ná að gróðursetja um 36 þúsund tré á dag fyrir aðeins 15% af kostnaði hefðbundinnar skógræktar.