Þversögn Fermis byggir á pælingum Enrico Fermi og fleiri eðlisfræðinga um að ef til eru milljarðir byggilegra pláneta í Vetrarbrautinni og milljónir tegunda vitsmunavera, afhverju hefur engin heimsótt okkur á Jörðinni? Hvers vegna höfum við ekki orðið vör við neitt?

Alheimurinn er gífurlega stór, fullur af nær endalausum lífvænlegum plánetum. 100 milljarður vetrarbrauta með 100 til 1.000 milljarð stjarna hver. Það gerir um trilljónir trilljóna af lífvænlegum plánetum. Nær einhver utan um þessar tölur?
Aðeins Vetrarbrautin okkar geymir um 400 milljarð stjarna og 20 milljarður af þeim eru keimlíkar sólinni okkar. Fimmtungur þeirra, 4 milljarðir stjarna, hefur svipað stóra plánetu og Jörðin á lífvænlegu svæði. Ef aðeins 0,1% af þeim plánetum hýsir líf þá gerir það um milljón lífi gæddar plánetur bara í vetrarbrautinni okkar. Hugsið ykkur óteljandi form af lífi, alls konar geimverur í öllum stærðum og gerðum.
[…] Sjá líka: Fermi þversögnin útskýrð – hvar eru allar geimverurnar? […]