Sjáðu vatnsdropa fljóta í lofti milli hljóðbylgja og splundrast – sýnt ofur hægt

Hægt er að halda fisléttum fyrirbærum eins og frauðplasti og vatnsdropum á lofti með hljóðbylgjum. Vatnsdropar splundrast undir ákveðnum þrýstingi á fallegan hátt sem hér er myndað með 20 þúsund römmum á sekúndu.

Mislitaðir vatnsdropar sita milli standandi hljóðbylgja.
Mislitaðir vatnsdropar sita milli standandi hljóðbylgja.

Þegar tvær hljóðbylgjur mætast myndast standandi bylgjur (e. standing waves) sem hafa tvo tinda í miklum þrýstingi og litlum þrýstingi en milli toppa er svæði þar sem þrýstingurinn breytist ekkert. Á það svæði er hægt að setja lítinn frauðplastbolta eða vatnsdropa sem flýtur í loftinu gegn þyngdaraflinu vegna standandi bylgja fyrir neðan. Destin frá Smarter Every Day reddaði rosalegri myndavél fyrir þessa tilraun þar sem við sjáum mislitaða vatnsdropa splundrast í 20 þúsund römmum á sekúndu.

Hvað fær dropana til að splundrast? Þegar sveifluvídd (e. amplitude) hljóðbylgjanna er aukin breytast standandi bylgjurnar og setja mikinn þrýsting á vatnsdropana sem á endanum springa undan honum með mikilli dýrð, aðeins sjáanleg mjög hægt. Sjáðu undur eðlisfræðinnar sjálfur í þessu myndbandi sem líkist pínulítilli flugeldasýningu. Óþolinmóðir geta spólað á 4:20 ef þeir vilja sleppa útskýringu á tilrauninni.