Kólumbía ætlar að berjast gegn kókaíni með hungruðum lirfum

Yfirvöld í Kólumbíu tilkynntu sl. laugardag að þau muni hætta að dreifa krabbameinsvaldandi og náttúruspillandi efnum til að eyðileggja kóka plöntur, hráefnið fyrir kókaín. Forstjóri Quindio Grasagarðsins í Bogota hefur nýja áætlun: að sleppa ótal mölflugum sem éta upp kókalaufin án náttúruspillandi efna.

Þessar lirfur eru hungraðar í kóka lauf.
Þessar lirfur eru hungraðar í kóka lauf.

Kolumbía hefur í áratugi verið einn helsti framleiðandi kókaíns. Ríkisstjórn Kólumbíu hefur lengi reynt að deyða þennan iðnað og hafa m.a. sprautað illgresiseyðinum glýfósati (e. glyphosate) á fjóra milljón akra, en glýfósat hefur nýlega verið flokkað sem krabbameinsvaldandi efni. Þau telja einnig afar óskynsamlegt að senda menn til að eyðileggja gróðurinn vegna þess hve varðir þeir eru af hryðjuverkasamtökum eins og FARC.

Mölflugur virðast nánast hinn fullkomni kostur, þá sérstaklega tegundin Eloria Noyesi, en þegar þær verða fullvaxnar verpa þær eggjunum sínum aðeins á kóka plöntur. Þegar eggin klekjast nærast lirfurnar á laufunum en þær bæta líkamsþyngdina sína um 150%. Þessi hugmynd er ekki alveg ný af nálinni en vistfræðingar (e. ecologists) voru áður fullir efasemda um hvernig innsetning mölflugnanna myndi hafa áhrif á viðkvæmt jafnvægi vistkerfisins (e. ecosystem).

Þó að sérfræðingar séu sammála um að þetta muni ekki binda enda á fíkniefnavanda Kólumbíu þá eru flestir sammála um að þetta sé mun skárra en krabbameinsvaldandi eiturefni. Vísindamenn vilja áður vera vissir um að mölflugurnar éti aðeins þessar kóka plöntur en ekki annan mikilvægan gróður.