Google framleiðir tækni textíl fyrir rafræn föt og húsgögn

Brátt verða föt og húsgögn undir stjórn snjallsíma og tölva en Google og Levi’s vinna nú að því að tæknivæða algengan textíl.

Hvaða möguleika sjáið þið fyrir ykkur?
Hvaða möguleika sjáið þið fyrir ykkur?

Hátækni og verkefnadeild Google (Google’s Advanced Technology and Projects) vinnur nú að því að sameina föt og tölvur í metnaðarfullu verkefni sem kallast Project Jacquard. Hversdagslegur fatnaður eins og peysur og jakkar, og jafnvel húsgögn geta þá verið klædd gagnvirku yfirborði með snertifleti, tökkum og fleira. Búnaðurinn fær upplýsingar beint frá yfirborði efnisins sem notað er og eyðir þar með þörfinni á plast- og málm aukahlutum. Búnaðurinn sendir síðan upplýsingarnar til nálægs snjallsíma eða tölvu með Wi-Fi.

Til þess hafa verkfræðingar verkefnisins ofið leiðandi garn í algengar vefnaðarvörur. Garnið samanstendur af örfínum málmþráðum ásamt algengu garni eins og bómull, pólýester eða silki. Niðurstaðan er sterkt efni sem er nothæft í algengan fatnað og húsgögn. Efninu er ætlað að verða óaðgreinanlegt öðrum efnum á heimilinu. Þetta sérstaka garn var samt aðeins helmingur af jöfnunni. Verkfræðingar Project Jacquard hafa einnig hannað litlar tölvur á stærð við hnapp sem virkja búnaðinn. Tölvurnar nema snertiskilaboð frá garninu og senda það þráðlaust til nærliggjandi snjallsíma eða tölvu.

Sjáðu meira um Project Jacquard í þessu myndbandi: