Þrívíddarprentun hefur sífellt vaxandi áhrif á líf okkar t.d. með ódýru húsnæði, lífsbjargandi líkamshlutum, og nú verður heil brú úr stáli prentuð í Amsterdam, Hollandi. Tveir sjálfstæðir vélvirkir armar byrja sinn hvoru megin við vatnið og byggja undir sig brú alla leiðina yfir.

Hugbúnaðarfyrirtækið Autodesk og byggingafyrirtækið Heijmans vinna að þessu verkefni ásamt MX3D en framkvæmdir eiga að hefjast í september þegar staðarvalið hefur verið ákveðið. Vélvirku armarnir munu þurfa að hita málminn upp að 1.500 °C til að geta prentað úr honum brú.
„Með sex ása iðnaðarvélarörmum erum við ekki lengur takmörkuð innan kassans sem þrívíðarprentun fer yfirleitt fram í. Að prenta heila brú í raunstærð er tilvalin leið til að sýna fram á endalausa möguleika með þessari tækni,“ segir Tim Geurtjens, yfirmaður tæknimála hjá MX3D.
Vélararmarnir hafa farið í gegnum síendurteknar æfingar til að gera þá klára fyrir verkefnið og segjast verkfræðingar MX3D hafa séð vélar stíflast, skemmast og jafnvel springa á leiðinni. Nú er endanleg útgáfa vélarmanna tilbúin og hafa þeir þegar smíðað eina litla brú sem bar eina manneskju yfir lítið bil.
Heimild: Eitt