Svona líta draumar gervigreindar Google út

Starfsmenn Google hafa þróað gervitauganet eftir fyrirmynd heilans til að bera kennsl á myndir fyrir mynd leitarvélina sína. Nú hafa þeir snúið ferlinu við og beðið tölvurnar um að búa til myndir úr upplýsingum sem þær búa nú þegar yfir. Niðurstöðurnar eru dáleiðandi.

google draumar
Falleg form og litir í bland í draumaveröld Google.

Hvernig dreyma tölvur? Til að skilja það þarf fyrst að skilja hvernig tölvurnar læra. Gervitauganet Google, ANNs (e. artificial neural networks), er staflað lag af tölvuknúnum gervitaugum þar sem hvert lag ber kennsl á sérstakt atriði eins og form, liti, skugga og fleira. Til að kenna gerviheilanum hvað gaffall er sýna þeir tölvunni milljónir mynda af göfflum og hvert einasta lag af taugum dregur út smám saman flóknari upplýsingar varðandi hvað og hvernig gaffall er. Á endanum hefur tölvan nokkuð góða hugmynd af því hvað gaffall er og ef það eru einhver mistök munu forritarar Google laga það.

Rannsóknarteymi þeirra ákvað að ef tölvan gæti borið kennsl á fyrirbæri þá ætti hún líklega einnig að geta teiknað það. Það fór svona skemmtilega:

classvis

dumbbells

 

Þetta sýnir að þrátt fyrir að búa yfir upplýsingum milljóna mynda af ákveðnu fyrirbæri gat tölvan ekki framleitt fullkomna mynd í réttum hlutföllum. Tölvan dró einnig þá misheppnuðu ályktun að á handlóðum væru fastar hendur því mögulega hafa flestar myndir af handlóðum innihaldið hendur sem báru þau. Þessar niðurstöður hjálpuðu fyrirtækinu að betrumbæta myndvinnslu getu sína en þau ákváðu að taka þetta skrefinu lengra.

Nú báðu þau tölvuna um að magna upp mynstur sem hún kannast við í myndum. Þau vildu leggja áherslu á liti og form og bjuggu til svörunarkerfi (e. feedback loop) þar sem tölvan mátti gera hvað sem er en halda áfram að magna upp og leggja áherslu á atriði sem hún kannast við. Þannig að ef hún skoðar mynd af skýi sem minnir á fugl þá heldur tölvan áfram að vinna með hugmyndina um fugl í smáum endurtekningum.

image-dream-map

 

Rannsakendur létu tölvuna síðan greina myndina sem hún var að framleiða og endurtóku það aftur og aftur með þessum líka skemmtilegu niðurstöðum. Í lokin vildi rannsóknarteymið athuga hvað myndi gerast ef þau byrjuðu með hvítasuð (e. white noise) en þá framleiðir tölvan sérstakar myndir algjörlega úr sínum „huga“. Þessar myndir eru hvað mest draumkenndar og eru ekki ólíkar draumsýnum okkar manna.

imageiterative_places205-googlenet_12 google4google draumargoogle1

Sjáðu allar myndirnar hér.

 Heimildir: Eitt og Tvö