Hönnun ársins 2015 leysir tilraunadýr af hólmi

Ný tegund líftækniflögu hefur fengið verðskulduð hönnunarverðlaun frá Hönnunarsafninu í London þetta árið. Flagan er lítil tölva sem hefur að geyma alvöru frumur manna sem mun blessunarlega leysa tilraunadýr af hólmi.

Lungu í flögu.
Lungu á flögu.

Tæknin kemur frá Wyss stofnuninni við Harvard háskólann í Bandaríkjunum sem einbeitir sér að verkfræði með líffræðilegum innblæstri. Tækið kallast lungu á flögu (e. lung-on-a-chip) sem er sérstaklega lýsandi nafn enda geymir flagan alvöru lungna- og háræðafrumur til að líkja eftir umhverfi lungna í mönnum.  Meðfram miðrásinni liggja lungnafrumur einum megin við götótta himnu og háræðafrumur hinum megin, líkt og í lungnablöðrum lungnanna þinna.

lunguáflögu3
Þverskurður á miðju flögunnar.

Rannsakendur geta bætt við alls konar bakteríum til að líkja eftir sýkingu og hvítu blóðfrumurnar munu gera árás. Þeir geta einnig bætt við mengunarefnum og kannað áhrif mengunar á lungun okkar, og síðast en ekki síst verður hægt að rannsaka ný lyf með þessu litla tæki. Wyss stofnunin vinnur nú einnig að hjarta- og miltuflögum en þau stefna á að framleiða tíu mismunandi flögur sem líkja eftir helstu líffærum mannslíkamans. Það verður vonandi til þess að dýr þurfi ekki að þola fleiri tilraunir af okkar hálfu.

Sjáðu ítarlegt myndband frá Wyss Institute

Heimild: Eitt

One comment

Lokað er á athugasemdir.