Hollendingar lögsóttu ríkisstjórn sína til að bregðast við loftslagsbreytingum og unnu

Í fyrsta sinn í sögunni hafa dómstólar skipað ríkisstjórn til að bregðast við loftslagsbreytingum. Úrskurður Héraðsdómsins í Haag í Hollandi var í hag 886 Hollendinga sem lögsóttu ríkisstjórn sína og kröfðust þess að embættismenn gerðu meira til að koma í veg fyrir frekari loftslagsbreytingar.

Stjórnmálamenn ræða hlýnun jarðar - án árangurs.
Stjórnmálamenn ræða hlýnun jarðar – án árangurs.

Sérstakt skilyrði var að losun kolefnis í andrúmsloftið árið 2020 verði að lækka meira en 40% af því sem það var árið 1990. Um þessar mundir hafa Hollendingar minnkað losun gróðurhúsalofttegunda um 17% af því sem það var árið 1990 en fyrir Urgenda hópinn, sem stóð fyrir lögsókninni, er það einfaldlega ekki nóg.

Forstjóri Urgenda hópsins, Marjan Minnesma, sagði að ríki ættu að vernda borgara sína og að ef stjórnmálamenn gerðu það ekki af sínu frumkvæði þá gætu dómstólar hjálpað. Að lögsækja ríki eða fyrirtæki til að bregðast við loftlagsbreytingum er ekkert nýtt en það hefur bara aldrei heppnast áður. Margar tilraunir hafa verið gerðar í Bandaríkjunum en þar stinga margir stjórnmálamenn og forstjórar fyrirtækja höfðinu í sandinn.

Sumir sjá ekkert annað en peninga.
Sumir sjá ekkert annað en peninga.

Umhverfissinnar vona að ákvörðun dómstóla í Hollandi muni ryðja veginn fyrir svipuð mál í öðrum löndum, eins og eitt sem stendur nú yfir í Belgíu. Lögsókn Hollendinga sagði ekkert til um hvernig ríkisstjórnin ætti að taka á þessu nýja og metnaðarfulla verkefni svo að margir jarðarbúar munu fylgjast spenntir með til að sjá hvað gerist næst.

 

Sjáðu upplýsandi gögn frá NASA um hvað veldur hlýnun jarðar.

 

Myndband um loftslagsbreytingar sem heilbrigðisvandamál frá hinu virta læknatímariti Breta: The Lancet.

Heimild: Eitt og Tvö