BBC gefur milljón breskum börnum litla tölvu

Breska ríkisútvarpið leiddi nýverið í ljós litla forritanlega tölvu sem allir 11 ára bretar fá að gjöf. Með þessu vilja þau ýta undir sköpunarhæfni í stafrænum heimi og fá krakka til að kunna að forrita tölvur en ekki bara nota þær.

Micro:bit er lítil forritanleg tölva sem krakkarnir fá að leika sér með.
Micro:bit er lítil forritanleg tölva sem krakkarnir fá að leika sér með.

Tölvan micro:bit hefur tvo takka, fimm inntak/úttak hringi, forritanleg LED ljós, ásamt hreyfiskynjara og áttavita, og er knúin af tveimur AA batteríum. Krakkanir geta tengt tölvuna við stærri tæki með Bluetooth/USB eða minni tæki líkt og Raspberry Pi fyrir alls konar verkefni.

Er þetta hluti af herferð Breska ríkisútvarpsins, Make it Digital, en með henni vilja þau veita nýrri kynslóð innblástur fyrir sköpunarhæfni í forritun og stafrænni tækni. Vegna þess að ríkisútvarpið er rekið af almenningi er eitt helsta umboð þeirra að stuðla að fræðslu, kennslu og að örva sköpun í landinu, akkurat það sem þau vilja gera með micro:bit.

Krakkarnir fengu nokkrar ábendingar varðandi verkefni með tölvuna eins og að hanna málmskynjara, DVD fjarstýringu eða fjarstýringu fyrir tölvuleiki. Hægt er að skrifa kóða fyrir tölvuna á tileinkaðri heimasíðu og er tölvan fær um að birta bók- og tölustafi með LED ljósunum.

Sjáðu meira um micro:bit hér:

Heimild: Eitt