Sjáðu hvernig gagnaukinn veruleiki mun gjörbylta menntun

HoloLens er metnaðarfullt heilmynda (e. hologram) verkefni hjá Microsoft sem hefur fengið verðskuldaða athygli að undanförnu. Möguleikarnir fyrir tölvuleiki og skemmtun í sýndarveruleika eru flestum kunnugir en afleiðingar tækninnar fyrir menntun og vísindi verða án efa rosalegar.

Nemendur fá að skoða hvert líffærakerfi fyrir sig á ítarlegan og gagnvirkan hátt.
Nemendur fá að skoða hvert líffærakerfi fyrir sig á ítarlegan og gagnvirkan hátt.

Líffærafræði manna hefur verið kennd á tvívíðu formi í margar aldir og undanfarið höfum við séð alls kyns gervi þrívíddar líkön í tölvuforritum þó á tvívíðum skjá. Ekkert af þessu kemst nálægt upplifuninni sem HoloLens gefur nemendum með þrívíðri og gagnvirkri (e. interactive) heilmynd.

Heilmyndirnar munu gefa læknisfræðinemendum miklu fleiri möguleika heldur en þegar þeir rannsaka lifandi fólk. Sérstök líffæri og líffærakerfi verður hægt að einangra og skoða með gagnvirkum hætti, og að lokum mun enginn meiðast ef eitthvað fer úrskeiðis.

Microsoft vann nýverið með Case Western háskólanum í Bandaríkjunum til að sýna okkur hvernig tæknin myndi nýtast nemendum í líffærafræði.

Heimild: Eitt