Trúarbrögð ekki nauðsyn fyrir siðferðislegan þroska barna

Víðast hafa margir haldið í þá rótgrónu mýtu að trúarbrögð séu nauðsynleg fyrir siðferðislegan þroska barna. Teymi þroskasálfræðinga sýndi fram á annað með víðtækri rannsókn.

Cheerful smiling child at the blackboard. School concept

Eru trúarbrögð nauðsynleg fyrir siðferðislegan þroska barna?

Því trúa trúaðir, sérstaklega, líkt og það sem gerir okkur mannleg komi aðeins úr heilögum þúsaldargömlum ritum. Sumir trúa jafnvel að eina leiðin til að ala upp örlátan, sanngjarnan og ljúfan einstakling sé með hjálp trúarbragða. Sumir hræðast trúlausa eins og þau búi ekki yfir sama kærleik og samkennd og þau, eins og þau séu siðlaus og jafnvel siðblind. Þetta sést best í trúuðum þjóðum þar sem trúlausir eiga t.d. miklu minni möguleika í pólitík.

Ný alþjóðleg rannsókn skoðaði hegðun barna sem ólust upp í sex mismunandi löndum og niðurstöður eru þvert á við þessar hugmyndir. Börn sem ólust upp í trú sýndu minna örlæti heldur en trúlausu jafningjar þeirra.

„Niðurstöður okkar stangast á við þá rótgrónu og vinsælu hugmynd um að börn með trúarlegan uppruna séu örlátari og vænni við náungan,“

sagði Jean Decety, prófessor í sálfræði og geðlækningum við Háskólann í Chicago. „Í rannsókninni okkar sýndu krakkar frá trúlausum fjölskyldum meira örlæti“.

Teymi þroskasálfræðinga rannsökuðu hegðun rúmlega 1.100 barna á aldrinum fimm til tólf ára í sex löndum: Kanada, Kína, Jórdan, Suður Afríku, Tyrklandi og Bandaríkjunum. Það sem þau vildu skoða var tilhneyging barna til að deila með sér, mælieining fyrir örlæti og gjafmildi þeirra, og einnig hversu líkleg þau voru til að dæma aðra og refsa þeim fyrir slæma hegðun.

Hvernig fór tilraunin fram?

Til að mæla gjafmildi og örlæti barna voru þau látin spila leik þar sem þau gátu deilt límmiðum ef þau vildu. Til að mæla siðferðilega næmni barnanna voru þau látin horfa á teiknimyndapersónur rekast á hvor aðra, í slysni og ekki, og voru þau beðin um að segja frá hvað þau sáu og ákveða stig refsingar sem þurfti, ef einhverja. Að auki voru foreldrar barnanna látnir svara spurningum um trúariðkun og skoðanir þar sem fjölskyldur voru flokkaðar í þrjá hópa: Kristin, Múslimar eða trúlaus. Önnur trúfélög voru einnig til staðar en ekki í nægilega miklu magni til að vera marktæk.

Það sem rannsakendur komust að var að trúuð börn voru verulega ólíklegri til að deila límmiðum með öðrum heldur en trúlaus börn. Þessi hegðun jókst í samhengi við það hversu lengi börnin höfðu iðkað trú, þrátt fyrir að öll börn hneigðust til að deila með sér eftir því sem þau eltust. Trúuðu börnin voru mun dómharðari en trúlausu börnin þegar kom að því að meta atferli teiknimyndapersónanna – og voru þau mun líklegri til að vilja harðari refsingar fyrir vikið.

Niðurstöðurnar, sem birtar voru í Current Biologyættu að fá fólk til að íhuga alveg upp á nýtt þær forsendur sem sumir gefa sér að trúarbrögð séu nauðsynleg fyrir siðferðislegan þroska barna.

Heimildir:
Current Biology
ScienceAlert