Hundrað falt hraðari internet tenging með Li-Fi

Eruði tilbúin fyrir byltingu í internet gagnaflutningi? Vísindamenn kynna 100 falt hraðari nettengingu með Li-Fi, þar sem notast er við sýnilegt ljós í stað útvarpsbylgna. Upplýsing í upplýsingu!

Fyrirtækið pureLiFi sérhæfir sig í ljósafjarskiptum.
Fyrirtækið pureLiFi sérhæfir sig í ljósafjarskiptum.

Ný og spennandi tegund fjarskipta gerir lítið úr núverandi þráðlausum internet tengingum, Wi-Fi, sem nær að meðaltali 10 megabætum á sekúndu. Nýja aðferðin notast við sýnilegt ljós í stað útvarpsbylgna og nefnist tæknin Li-Fi. Vísindamenn hafa afrekað gagnaflutning í rannsóknarstofu sem nemur 224 gígabitum á sekúndu með þessari nýju tækni fyrr á þessu ári.

Nú hafa vísindamenn tekið tæknina út fyrir rannsóknarstofuna og prufa hana á skrifstofum og í iðnaðarumhverfum þar sem þeir hafa náð gagnaflutningum sem nema 1 gígabæti á sekúndu sem er 100 falt hraðari tenging en meðalhraði núverandi Wi-Fi tenginga.

„Um þessar mundir höfum við hannað snjalla lausn fyrir iðnaðarumhverfi þar sem gagnaflutningur fer fram með sýnilegu ljósi. Við erum einnig með prufuverkefni í gangi með kúnna þar sem við settum upp Li-Fi net fyrir aðgang að internetinu á skrifstofum þeirra,“ segir Deepak Solanki, forstjóri Eistnenska tæknifyrirtækisins Velmenni.

Li-Fi var uppgötvað af Harald Haas, prófessor í fjarskiptum við Háskólann í Edinborg, árið 2011 þegar hann sýndi fyrstur fram á að flöktandi ljós frá einni LED peru gæti sent meiri upplýsingar en fjarskiptaturn. Til að setja þetta í samhengi þá jafngilda 224 gígabitar á sekúndu niðurhali 18 kvikmynda (1,5 GB hver) á hverri einustu sekúndu.

„Til að setja þetta í samhengi þá jafngilda 224 gígabitar á sekúndu niðurhali 18 kvikmynda (1,5 GB hver) á hverri einustu sekúndu.“

Tæknin notast við samskipti með sýnilegu ljósi (e. Visible Light Communication) á mælikvarðanum 400 til 800 terahertz (Thz). Þetta virkar líkt og háþróaður Morse kóði með því að kveikja og slökkva á LED ljósi á geysimiklum hraða og breiðir þannig út skilaboð á formi tvíundar (e. binary). Engar áhyggjur þarf að hafa af blikkandi ljósum á skrifstofum vegna þess að hraðinn á flöktinu er slíkur að augað nemur það ekki.

Sýnilegt ljós hefur bylgjulengd milli 380-740 nanómetra.
Sýnilegt ljós hefur bylgjulengd milli 380-740 nanómetra.

Kostir Li-Fi yfir Wi-Fi, fyrir utan margfalt meiri hraða, er öryggi og mun minni truflun milli tækja vegna þess að ljós kemst ekki út fyrir veggi notandans. Li-Fi kemur þó ekki til með að koma alveg í stað Wi-Fi strax akkurat vegna þess að heimili okkar, skrifstofur og byggingar eru hannaðar til að veita Wi-Fi tengingu. Svo hugmyndin er að nota bæði Li-Fi og Wi-Fi fyrir öruggari og skilvirkari nettengingu.

„Það eina sem við þurfum að gera er að bæta við lítilli örflögu í öll möguleg ljóstæki og myndi það sameina tvö grundvallar hlutverk: lýsingu og þráðlausan gagnaflutning,“ sagði Haas. „Í framtíðinni munum við ekki einungis hafa 14 milljarði ljósapera, við gætum haft 14 milljarði Li-Fi ljósaperur staðsettar víðsvegar um heiminn fyrir hreinni, grænni og bjartari framtíð.“

Hvað er Li-Fi?

Sjáðu TED fyrirlestur Harald Haas frá nóvember sl.

Heimildir:
pureLiFi
ScienceAlert

One comment

Lokað er á athugasemdir.