Teiknimynd sýnir skala alheimsins frá hinu smæsta til hins stærsta

Mögnuð teiknimynd setur allt í samhengi fyrir okkur á skemmtilegan hátt, allt frá örlítilli róteind til hins geysistóra sýnilega alheims.

skali alheimsins

Eins erfitt og það getur verið að ná utan um smæðir og stærðir ýmissa hluta í þessari veröld þá gerir Alex Kuzoian vel með þessu myndbandi hvernig hann setur allt í samhengi.

Myndbandið byrjar á örlítilli róteind og fer þaðan í t.d. kolefnisatóm, bylgjulengd röntgengeisla, vídd erfðaefnis, stærð blóðkorna, vídd hára, stærð maura, manna, hvala, flugvéla, pýramída, Empire State byggingarinnar, Everest fjallsins og þaðan upp í stærð tungla og reikistjarna, stjarna og vetrarbrauta, ofurþyrpinga og loks sjáanlegs alheimsins alls. Frá 1,0 × 10−15 meter að 9,3 × 1026 metrum.

Gjörið svo vel og njótið ferðarinnar!

Heimildir:
Tech Insider