Strákarnir í The Slow Mo Guys sýna okkur allskyns atburði mjög hægt í háskerpu (4K) með hjálp háhraðamyndavéla. Í þetta skiptið er það hvirfileldur sem er mögulega það flottasta sem þú munt sjá í dag.

Gav og Dan í The Slow Mo Guys birta reglulega myndbönd á youtube þar sem þeir taka upp allskonar atburði í háskerpu eins og t.d. eldspýtu sprengingar, eðli vökva, byssuskot í vatnsmelónu, geisladisk splundrast og mann æla mjólk með háhraðamyndavélum. Flest öll myndböndin eru afar áhugaverð og gaman er að sjá eðli efnanna á nýjan hátt.
Sjá einnig á veroldin.net: Ótrúlegt myndband af sólinni í nærmynd.
Hvirfileldinn mynduðu þeir með því að kveikja lítinn eld í miðjunni á 12 viftum sem knúðu áfram hvirfilinn. Loftið fyrir ofan eldinn rís upp vegna hitans og myndar lóðréttar súlur þar til það verður minna þétt, kólnar og dreifist í sundur í meiri hæð. Þegar ákveðið mikið loft sogast inn í þessar hækkandi súlur fara þær að snúast ekki ósvipað og hvirfillinn sem myndast þegar vatn sogast niður niðurfallið í baðkari.
Sjáðu myndbandið hér, dýrðin hefst á 1:32 fyrir óþolinmóða.
Heimildir:
Slow Mo Guys
LiveScience