Harvard þróar gervigreind sem samsvarar hraða heila mannsins

Harvard háskólinn hlaut nýverið stóran styrk til að rannsaka heila mannsins til hliðs við þróunnar á samsvarandi gervigreind. Ávinningar rannsóknanna verða, án efa, stórkostlegir – ímyndaðu þér tölvu sem er klárari en þú.

Harvard þróar gervigreind eftir heila mannsins.
Harvard þróar gervigreind eftir heila mannsins.

Hvað er gervigreind?

Samkvæmt vísindavefnum er gervigreind í daglegu tali tölva sem getur skynjað og skilið umhverfi sitt og tekið upplýstar ákvarðanir út frá því líkt og mannverur. Í tölvunarfræði má skipta grunnrannsóknum í gervigreind í tvo hluta sem eru þó nátengdir.

Annar snýst um hvernig best sé að geyma þekkingu í tölvu sem þær geti notað til að leysa verkefni, taka ákvarðanir og aukið þekkinguna með rökvísi. Hinn snýst um það hvernig tölvur geti skynjað og lært á umhverfi sitt, mannfólkið meðtalið, og bætt þannig við þekkingu sína.

Hvað mun Harvard háskóli koma til með að rannsaka?

Harvard háskólinn í Bandaríkjunum hefur hlotið styrk upp á rúmlega 3,6 milljarði króna ($28M) frá IARPA (e. Intelligence Advanced Research Projects Activity) til að rannsaka hvers vegna heili mannsins er verulega betri að læra og varðveita upplýsingar heldur en gervigreind. Fjárfestingin mun vonandi hjálpa vísindamönnum að þróa gervigreind sem verður hraðari, greindari og líkari heila mannsins.

„Hæfileikar véla til náms og formgerðarkennsla fölna enn í samanburði við jafnvel einföldustu heila spendýra,“

að sögn Hanspeter Pfister, prófessors í tölvunarfræði við Harvard háskóla.

Þrátt fyrir gífurlega aukningu í geymslurými gagna eiga tölvur langt í land með nám á upplýsingum og að bera kennsl á form og mynstur. Að sögn vísindamanna getur heili mannsins numið milli 10 til 100 terabæt af gögnum, til samanburðar, sem virðist takmarkað miðað við tölvur, en hann bætir upp fyrir það með margfalt betri virkni.

Til dæmis getur maður borið kennsl á sérstakan hlut með því að horfa á hann nokkrum sinnum á meðan gervigreind myndi þurfa að vinna úr upplýsingum um sama hlut hundruð eða jafnvel þúsundum sinnum áður en hún gæti í raun endurheimt upplýsingarnar og unnið með þær. Á móti kemur að vélar geta unnið úr margfalt fleiri upplýsingum í einu miðað við manninn.

Til að klára þetta verkefni ætla vísindamenn að framleiða um petabyte (þúsund terabæt eða milljón gígabæt) af gögnum og staðreyndum.

Skemmtilegar útskýringar og pælingar um gervigreind

„Þetta verkefni er ekki aðeins að ýta mörkum í vísindum heilans, heldur einnig ýtir það mörkum þess sem telst mögulegt í tölvunarfræðum. Við munum endurbyggja taugarásir í nýrri birtingarmynd frá petabætum af gögnum um skipulag og virkni. Okkur þarf fyrst að fara fram í gagnastjórnun, háhraðatölvum, tölvusjón og netgreiningu,“ bætti Pfister við.

„Þetta er tunglskots áskorun,“ sagði verkefnisstjórinn David Cox, aðstoðar prófessor í sameindar- og frumulíffræði og tölvunarfræði. „Bara ávinningur rannsóknanna, að skrá virkni svo margra tauga og kortlagning á tengslum þeirra, er gífurlegur, en það er aðeins fyrri helmingur verkefnisins.“

„Þegar við komumst að grundvallarreglum þess hvernig heilinn lærir, er ekki erfitt að ímynda sér að einn daginn munum við geta hannað tölvukerfi sem mun jafnast á við, eða jafnvel gera betur en, menn.“

„Það sem er einna mest spennandi við þetta verkefni er að við erum að vinna í einu af stærstu eftirstandandi afrekum vísindalegrar þekkingar, að skilja hvernig heilinn virkar í grundvallaratriðum,“ sagði Cox.

Hvað gerist þegar tölvur verða greindari en við?

Heimspeki- og tæknifræðingurinn Nick Bostrom fer yfir með okkur stöðu gervigreindar í apríl sl. og hvernig hún mun líklega þróast. Hann segir gervigreind síðustu uppfinningu sem maðurinn þarf á að halda því tölvur munu verða betri en við að finna upp aðferðir og tækni framtíðarinnar.

Munu snjallvélar okkar hjálpa til við að varðveita mannkynið og okkar gildi eða munu þær þróa með sér sín eigin gildi?

Heimildir:
WIRED
Futurism
Vísindavefurinn