Neyðarástand í heiminum vegna zíkaveirunnar

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur lýst yfir neyðarástandi í heiminum vegna zíkaveirunnar sem nú er virk í 26 löndum. Veiran berst aðallega með moskítóflugum við miðbaug Jarðar og er hún tengd við alvarlegan fósturskaða í dag.

Zíkaveiran berst aðallega með moskítóflugum.
Zíkaveiran berst aðallega með moskítóflugum.

Hvað er zíkaveira og hvað gerir hún okkur?

Zíkaveiran er flaviveira sem breiðist út með hjálp Aedes aegypti moskítóflugunnar sem lifir á hlýtempruðum og hitabeltis svæðum við miðbaug Jarðar. Veiran fannst fyrst í Zika skóginum í Úganda árið 1947 og þaðan fær hún nafnið.  Þeir sem sýkjast af veirunni geta fengið mild einkenni flensu með mögulegum uppköstum en 80% sýktra sýna engin einkenni.

Veiran hefur verið til og einkenni hafa skotist upp í áratugi í Afríku og Asíu án nokkurra vandamála. Árið 2007 komst veiran til Yap eyjunnar í Míkrónesíu þar sem 75% íbúa veiktust en einkennin voru mild og dauðsföll engin. Það var svo í nóvember 2015 sem heilbrigðisyfirvöld í Brasilíu lýstu áhyggjum sínum yfir aukningu á fósturskaða sem leiddi til vanþroska á heila barna (e. microcephaly) en einkennin voru um 4.000 á árinu þegar áður höfðu þau verið um 150 árlega.

Munurinn á höfði heilbriðgra barna og barna með umræddan fósturskaða.
Munurinn á höfði heilbriðgra barna og barna með umræddan fósturskaða.

Sumt annað getur orsakað smáheila eins og erfðir, vannæring og mikil neysla áfengis en ekkert af þessu gat útskýrt skyndilega aukningu einkennisins. Zíkaveiran var ný í landinu í maí 2015 en var hunsuð um þann tíma þangað til að rannsóknir á þunguðum konum með börn með smáheila sýndu að þær innihéldu RNA frá zíkaveirunni. Sumir sérfræðingar telja að veiran hafi borist til Brasilíu sumarið 2014 þegar þúsundir manna ferðuðust þangað til að fylgjast með HM í fótbolta.

Því miður eru engin bóluefni til gegn zíkaveirunni eins og er en það gæti tekið um áratug að hanna slík bóluefni. Því er eina ráðið gegn veirunni í dag að forðast bit moskítóflugna og ættu óléttar konur að forðast þau 26 lönd þar sem zíkaveiran er virk en flest þeirra eru í Suður- og Mið-Ameríku. Vísindamenn vinna nú hörðum höndum að því að stöðva útbreiðslu vírusins en helstu áhyggjur þeirra eru að vírusinn muni finna aðra leið til að breiðast út eða að hann muni stökkbreytast í enn hættulegra form.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur nú lýst yfir neyðarástandi vegna veirunnar og þurfum við að hafa varann á en greint hefur verið frá örfáum tilvikum þar sem smit með kynmökum gæti hafa orðið og er því vandamálið ekki einungis tengt við moskítóflugur. Veiran hefur greinst í sæði karlmanna allt að 4 vikur eftir veikindi og eru þeim sem ferðast hafa til Suður- og Mið-Ameríku ráðlagt að nota smokka í um mánuð eftir heimkomu.

Fréttaskýring SciShow um zíkaveiruna

Heimildir

Vísindavefurinn: Hvernig smitast zíkaveira?