Íslensk erfðagreining heldur opna fræðslufundi fyrir alla til að sjá. Horfðu á upptökur frá liðnum fundum og ekki missa af næsta fundi á laugardaginn, 5. mars, um þróun mannsins og uppruna Íslendinga.

Íslensk erfðagreining stendur fyrir opnum fræðslufundum þar sem fjallað er um rannsóknir á líkama mannsins, eðli hans og erfðum. Fundirnir eru opnir öllum áhugasömum sem vilja hlusta á lækna og erfðafræðinga skýra frá helstu niðurstöðum og hugsanlegri hagnýtingu þeirra til lækninga og fyrirbyggjandi aðgerða.
Næsti opni fræðslufundur Íslenskrar erfðagreiningar verður haldinn laugardaginn 5. mars, kl 14:00 – 15:30, í höfuðstöðvum DeCode, Sturlugötu 8, 101 Reykjavík. Umræðuefni fundarins verður að þessu sinni:
Um þróun mannsins og uppruna Íslendinga

Sjáðu upptökur af liðnum fræðslufundum:
- Um heilann í blíðu og stríðu, sköpunarverk hans og erfðir
- Um hjörtu mannanna, sjúkdóma og erfðir
- Um Alzheimerssjúkdóminn
- Um brjóstakrabbamein
- Um offitu og fullorðinssykursýki
- Um fíkn
Heimildir